Færslur fyrir mars, 2014

Mánudagur 31.03 2014 - 10:30

30. Feministar styðja kynbundna mismunun

Kynjakvótar eru ekki aðeins til þess fallnir að gera lítið úr konum heldur eru þeir beinlínis dæmi um mismunun á grundvelli kynferðis. En feminísk kynjamismunun birtist ekki aðeins í kynjakvótum. Hún birtist einnig í kröfu um kynbundnar kröfur. Nú orðið þurfa konur oft að uppfylla önnur skilyrði en karlar til þess að eiga möguleika á […]

Sunnudagur 30.03 2014 - 10:30

Skólaheimsókn í Úganda

Síðasta vor var ég svo lánsöm að fá tækifæri til þess að ferðast til Úganda. Einn af mörgum eftirminnilegum atburðum var heimsókn í barnaskóla í Masindi, sem er 45.000 manna bær í nágrenni Kampala. Í Úganda er börnum á aldrinum 7-14 ára boðið upp á skólagöngu, foreldrum að kostnaðarlausu, en foreldrum er ekki skylt að […]

Laugardagur 29.03 2014 - 10:30

29. Feministar ýkja tölur um kynbundin launamun

„Konur þéna 75 kr á móti hverjum 100 kr sem karlar þéna.“  Þetta er ein af möntrum feminismans. Sannleikurinn er sá að launamunur kynjanna á sér að mestu leyti eðlilegar skýringar. Aðeins 6-10% launamunur hefur ekki verið skýrður. Femninstar hafa auðvitað fína skýringu á þessum óútskýrða launamuni; það er auðvitað einlægur vilji karlveldisins til þess […]

Föstudagur 28.03 2014 - 10:30

Ritskoðunarkröfur

Af og til verð ég alveg ofboðslega leið á feminisma. Svo gerist eitthvað sem verður til þess að ég finn mig knúna til að leggja orð í belg. Um þetta leyti í fyrra sauð upp úr hjá mér þegar einhver taldi mig á að líta á óvenju vonda umfjöllun á Knúzinu. Ég byrjaði þá á […]

Laugardagur 15.03 2014 - 12:06

Alltaf í tölvunni og tók aldrei til

Fréttir af máli mannsins sem er ákærður fyrir að hafa banað barni sínu, með því að hrista það, vekja margháttaðan óhugnað. Dauði barnins og kenningar um dánarorsök vekja óhugnað og enn meiri óhugnað þegar mögulegt er að foreldri hafi verið að verki. Vísbendingar um að ungbarni hafi margsinnis verið misþyrmt vekja óhugnað.  Spurningin um það […]

Fimmtudagur 13.03 2014 - 10:30

Á hvaða leið eru Píratar?

Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Ég sé ekki eftir því að hafa kosið Pírata. Þingmenn okkar hafa staðið sig prýðilega og ég treysti þeim ennþá, en ég væri ánægðari með sjálfa mig ef ég hefði […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics