Færslur fyrir apríl, 2014

Sunnudagur 27.04 2014 - 23:18

Fólk deyr ef það drekkur ekki

Þegar ég sá fréttir af hungurverkfalli unga flóttamannsins Ghasem, frá Afghanistan, hristi ég höfuðið. Hungurverkfall er þjáningafull og stórskaðleg mótmælaaðferð sem bitnar fyrst og fremst á mótmælandanum sjálfum og hefur sjaldan áhrif fyrr en ástandið er orðið lífshættulegt. Fólk heldur ekki hungurverkfall út nema örfáa daga nema það sé raunverulega tilbúið til að deyja fyrir málstaðinn […]

Þriðjudagur 22.04 2014 - 10:34

Árangurinn af kynjafræðikennslu

Feministar hafa sent frá sér áskorun um að kynjafræðikennsla verði tekin upp sem skylduáfangi í grunnskólum. Það hlaut að koma að því. Rökin fyrir því að kenna þurfi kynjafræði í skólum eru annarsvegar þau að jafnréttisfræðsla sé lögboðin og hinsvegar þau að valkvæð kynjafræðikennsla í framhaldsskólum hafi skilað svo góðum árangri. Fyrir það fyrsta er jafnréttisfræðsla […]

Laugardagur 19.04 2014 - 11:41

Valgarði svarað

Valgarður Guðjónsson hefur nú svarað pistlum mínum sem spruttu af umræðu um tjáningarfrelsi í tengslum við mál Snorra í Betel. Takk fyrir svarið Valgarður. Mér þykir fengur að því að einhver skuli hafa fyrir því að svara spurningum mínum en flestir sem hafa tekið þátt í þessari umræðu hingað til hafa skotið sér undan því. […]

Miðvikudagur 16.04 2014 - 11:31

Sælir eru gleraugnalausir

Þegar ég var ung (og reyndar líka þegar ég var ekki lengur beinlínis ung) fannst mér gjörsamlega ömurleg tilhugsun að verða miðaldra. Nú er ég búin að vera miðaldra í nokkur ár og það er bara alls ekki eins slæmt og ég hélt. Reyndar töluvert skárra. Ég hafði alltaf getað étið eins og hross í afmæli […]

Mánudagur 14.04 2014 - 11:56

Og auðvitað getur enginn svarað heiðarlega

Í gær birti ég pistil þar sem ég kallaði eftir umræðu um það hvar þeir sem telja réttmætt að hefta tjáningarfrelsi kennara sem aðhyllast bókstafstrú vilja draga mörkin. Ég sé ekki að það skili neinu að ræða dæmi sem þeir sem aðhyllast pólitískan rétttrúnað eru almennt sammála um, svo sem að kennari megi ekki vera […]

Sunnudagur 13.04 2014 - 09:06

Já en hvað með börnin?

Kennari sem segir (ekki í skólanum heldur annarsstaðar) að samkynhneigðir fari til Helvítis, getur sært nemendur sína og er því vanhæfur.  Þessvegna er í lagi að brjóta gegn stjórnarskrárvörðu málfrelsi kennara sem hafa ranga skoðun á samkynhneigð. Gott og vel. Gefum okkur að það sé rétt. En ef við ætlum að vera sjálfum okkur samkvæm […]

Föstudagur 11.04 2014 - 08:24

Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að […]

Miðvikudagur 09.04 2014 - 13:00

Eru skáldin virkilega „svokölluð“?

Hin svokölluðu skáld. Eru skáldin virkilega „svokölluð“?  Yfirskrift þessa menningarviðburðar endurspeglar þá hugmynd að hefðbundinn kveðskapur sé harla lítils metinn, gott ef ekki fyrirlitinn. Ég held nú reyndar að almenningur sé frekar jákvæður gagnvart hefðbundnum kveðskap og það séu einkum tveir mjög litlir hópar sem leggja lítið upp úr listrænu gildi bragformsins. Hugsanlega þrír hópar en ég […]

Mánudagur 07.04 2014 - 10:30

Fjórtán einkenni feminisma

Áður birt í Kvennablaðinu Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það […]

Sunnudagur 06.04 2014 - 10:30

33. Feministar hafa eyðilagt hugtakið feminismi

Ég er oft spurð að því hversvegna ég setji alla feminista undir einn hatt, þegar svo margar stefnur falla undir feminisma. Ég er spurð hversvegna ég vilji eingöngu nota hugtakið feminismi um þá dólgastefnu sem ég hef lýst í þessari pistlaröð. Þegar betur er að gáð set ég alls ekki allt kvennabaráttufólk undir einn hatt. […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics