Færslur fyrir flokkinn ‘Andóf og yfirvald’

Þriðjudagur 10.12 2013 - 14:58

Nokkrar þversagnir í lekamálinu

Eini fjölmiðillinn sem hefur lagt sig fram um að knýja fram svör varðandi leka Innanríkisráðuneytisins á trúnaðargögnum er DV. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar þessar:  1 Blaðamenn (og reyndar fleiri) hafa undir höndum minnisblað með trúnaðarupplýsingum um hælisleitendur. Minnisblaðið ber þess öll merki að vera skrifað í Innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður ráðherra, neitar því […]

Föstudagur 06.12 2013 - 12:48

Löggan skúrar eftir sig

Ætli það tíðkist nokkursstaðar í hinum vestræna heimi að þegar lögreglan skýtur mann til bana fái hún sjálf að hreinsa vettvang  áður en rannsókn hefst? Eru þetta eðlileg vinnubrögð? Hvernig er þetta gert í öðrum löndum? Og hversvegna eru engir fjölmiðlar að leita svara við því? Hér eru smá upplýsingar um það hvernig Norðmenn standa […]

Mánudagur 02.12 2013 - 14:51

Gefa yfirvöld út formleg leyfi til lögbrota?

Ég hef ásamt ásamt syni mínum og mörgum öðrum gagnrýnt forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 20. nóvember, af máli hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Josep frá Nígeríu. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið á sömu nótum og Fréttablaðið. M.a. hefur verið fullyrt að Tony sé grunaður um aðild að mansali. Nú hefur mér borist afrit af […]

Miðvikudagur 27.11 2013 - 17:33

Vítisengill með áfallastreituröskun

  Einar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Við lestur […]

Föstudagur 22.11 2013 - 18:01

Andfélagslegt yfirvald

Svona á að gera þetta! Ekkert að vera að eyða tímanum í að ræða við dauðadrukkið fólk heldur hóta því strax frelsissviptingu og ofbeldi. Já og þegar hálfrænulaus manneskja gónir í forundran á lögguna, skal umsvifalaust túlka gónið sem „ögrandi augnaráð“ og hefja forvirkar refsiaðgerðir hið snarasta. Það ku aukinheldur virka einkar vel á almenna […]

Fimmtudagur 21.11 2013 - 14:02

Hanna Birna verður að segja af sér

Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir af máli hælisleitandans Tony Omos frá Nígeríu. Komið hefur fram að samkvæmt trúnaðargögnum sem starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak í fjölmiðla hafi Útlendingastofnun vísað manninum úr landi þrátt fyrir að hann sé grunaður um aðild að mansali. Mansal er glæpur sem einn og sér varðar 12 ára fangelsi og verður að […]

Þriðjudagur 19.11 2013 - 12:46

Hvað hefði Jesús gert, Hanna Birna?

Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Flóttamenn eru fólk sem á raunverulegri ögurstund neyddist til að flýja heimaslóðir sínar og margir þeirra eiga ekki afturkvæmt þangað. Ég þekki ekki sögu Tonys en ég veit […]

Miðvikudagur 06.11 2013 - 11:58

Valdboð og lýðræði

Ég held því fram að við séum hægt en örugglega að þokast í átt til lýðræðis. Æðsta stig lýðræðis er anarkí. Það merkir ekki allsherjarupplausn þar sem engar reglur gilda og menn vaða bara um í einhverju stjórnleysi, heldur merkir það samfélag án yfirvalds. Það merkir að ríkisvald verður afnumið. Ekki að samfélagið verði afnumið […]

Mánudagur 07.10 2013 - 14:44

Sorplögguvesen hjá Reykjavíkurborg?

Ég er stödd í blokkarhverfi í Glasgow. Í kjallaranum eru þrír gámar fyrir hvern stigagang. Einn fyrir sorp, einn fyrir gler og einn fyrir pappa, plast og málma. Ég bjó í pínulitlu smáþorpi í Danmörku í tvö ár. Við hvert einasta hús voru flokkunartunnur. Ég dvaldi nokkra mánuði í smábæ í Noregi. Í hverri götu […]

Laugardagur 13.07 2013 - 10:14

Norska aðferðin í fréttamennsku?

Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: Þessi frétt er í fyrsta lagi hroðalega illa skrifuð. Fólk er ekki sjálfráðasvipt en það getur verið sjálfræðissvipt. Verra er þó að nafn konunnar er ekki rétt beygt. Nafnið Karen er að vísu beygt á tvo […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics