Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál, trúmál og þjóðarsálin’

Mánudagur 22.12 2014 - 21:34

„Mamma – hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“

Ég er með hugmynd að sjónvarpsþætti sem væri vel við hæfi að sýna í barnatíma RÚV. Barn á grunnskólaaldri spyr foreldra sína og kennara; „hvernig væri heimurinn ef kommúnismi væri ekki til?“  Fullorðna fólkið upplýsir barnið um að heimurinn væri þá eitt stórt alræðisríki þar sem hugmyndin um manngildi væri ekki til, flestir lifðu við sárafátækt, […]

Sunnudagur 25.05 2014 - 13:12

Eiga skattgreiðendur að styrkja djöflafræðinga?

Áður birt á Kvennablaðinu Malín Brand sagði frá reynslu sinni af söfnuði Votta Jehóva í DV fyrir rúmu ári. Í viðtalinu lýsir hún því hvernig söfnuðurinn stuðlar að félagslegri einangrun. Hún segir einnig frá bannfæringunni sem hún varð fyrir þegar hún fór að skoða trúna með gagnrýnum augum, en bannfæringin fellur fullkomlega að skilgreiningum flestra […]

Föstudagur 16.05 2014 - 08:38

Afnemum verkfallsrétt kennara

Ég hef ekki áhyggjur af afkomu flugmanna en til hvers í fjandanum er verkfallsréttur ef yfirvaldið getur svo bara bannað fólki að nýta sér hann? Flugmenn eru þó í skárri aðstöðu en kennarar að því leyti að verkfall flugmanna skaðar atvinnurekandann og ríkið. Verkfall kennara bitnar fyrst og fremst á börnum og foreldrum. Ef eitthvað […]

Fimmtudagur 15.05 2014 - 06:42

Að þagga niður í þingmönnum

Virðing Alþingis er ekki undir því komin hversu gæfulegar samþykktir þess eru, heldur skiptir meginmáli að þingmenn gæti þess að klæðast ekki lopapeysu eða gallabuxum og muni eftir ávarpsorðunum „háttvirtur þingmaður“ og „hæstvirtur ráðherra“ þegar þeir hreyta fúkyrðum í samstarfsfólk sitt. Það er svosem ekki fallegt að segja félögum sínum að halda sér saman þótt […]

Fimmtudagur 01.05 2014 - 15:27

Ætlar þú að hermast?

Nú eru páskafermingar nýafstaðnar og einhver börn verða víst fermd um hvítasunnuna. Búin með skyldumessurnar og útskrifuð úr kirkjunni. Flest þeirra munu ekki mæta aftur í messu fyrr en andlát verður í fjölskyldunni, eða, ef þau eru heppin, fyrr en þau gifta sig (venjulega eftir margra ára sambúð.) Sum fermast reyndar ekki í kirkju heldur […]

Föstudagur 11.04 2014 - 08:24

Bæjarstjórn Akureyrar á að skammast sín

Hvar í veröldinni, annarsstaðar en á Íslandi, myndi bæjarstjórn lýsa því yfir opinberlega að hún hafi gert rétt með því að brjóta lög? Nánar tiltekið að það sé réttmætt að brjóta gegn mannréttindum starfsmanns fyrir að lýsa afstöðu Evangelista til samkynhneigðar í bloggfærslu. Enda þótt skoðanir Snorra séu fornaldarlegar hafa yfirvöld engan rétt til þess að […]

Þriðjudagur 01.04 2014 - 10:30

Nokkur trix sem asnar beita í umræðum

Internetið hefur þann kost að allir geta tjáð sig. En því fylgir sá ókostur að asnar eiga auðvelt með að halda uppi vondri umræðu og eyðileggja góða umræðu. Ef þú ert asni og vilt líta vel út á netinu í augum annarra asna, þá skaltu nota eftirfarandi trix. Beittu ritskoðun. Ekki með því að sía […]

Fimmtudagur 13.03 2014 - 10:30

Á hvaða leið eru Píratar?

Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega. Ég sé ekki eftir því að hafa kosið Pírata. Þingmenn okkar hafa staðið sig prýðilega og ég treysti þeim ennþá, en ég væri ánægðari með sjálfa mig ef ég hefði […]

Mánudagur 27.01 2014 - 21:00

Þessvegna eru þetta trúnaðargögn, Sigurjón

Sigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. 1.  Eins og Mörður […]

Mánudagur 27.01 2014 - 16:49

Hanna Birna vill vita hvar Mörður fékk minnisblaðið

Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði innanríkisráðherra að minnisblað um tiltekna hælisleitendur samræmdist ekki neinum gögnum sem til séu hjá ráðuneytinu. Eðlilegast er að túlka þessi orð Hönnu Birnu á þann veg að blaðið hafi verið samið utan ráðuneytisins. Hafi hún átt við eitthvað annað, svosem það að blaðið hafi einhverntíma verið til en sé það […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics