Færslur fyrir flokkinn ‘Ýmislegt’

Sunnudagur 15.12 2013 - 15:05

Aðventuljósin eru ekki gyðingaljós

  Aðventuljósin, stjaki með sjö kertum sem mynda tind, eru oft kölluð „gyðingaljós“ á Íslandi enda telja margir þau tengd ljósahátíð gyðinga. Þessar vinsælu aðventuskreytingar hafa þó litla ef nokkra tengingu við gyðingdóm. Aðventuljósin eru upprunnin í Svíþjóð. Þar var siður í sveitum að setja kertaljós í glugga frá Lúsíuhátíðinni þann 13. desember og fram […]

Miðvikudagur 30.10 2013 - 14:36

Svör Sundstofu og fleiri orð í belg

Í gær undraðist ég stofnun sérstakrar „Sundstofu“ og fyrirhugaðar rannsóknir á hennar vegum, sem áætlað er að verði gerðar í kjölfar könnunar á vef Þjóðminjasafns.  Valdimar Tr. Hafstein, talsmaður Sundstofu er í vinnuferð (ekki þó við sundrannsóknir) en hefur þrátt fyrir annir gefið sér tíma til að svara hluta þeirra spurninga sem ég beindi til […]

Þriðjudagur 29.10 2013 - 12:45

Sundstofa?

Vísindin efla alla dáð, segja þeir. Það gladdi mig því ósegjanlega að sjá þessa frétt (Fréttablaðið, 25. okt. 2013, bls. 6) af nýrri vísindastofnun; Sundstofu. Vilja skilja sund í samfélaginu Þjóðminjasafn Íslands í samvinnu við Háskóla Íslands sendir þessa dagana út spurningaskrá um sundlaugamenningu, sem er hluti af stærri rannsókn sem meistaranemar og kennarar úr […]

Mánudagur 28.10 2013 - 16:13

Verður kartöflurækt einokuð?

Í gær benti ég á þvæluna í þeim sem flokka hvern þann sem marxista, sem telur kapítalismann vinna gegn lýðræði og frelsi. Í þessu viðtali er fjallað um fyrirhugaða plöntulöggjöf Evrópusambandsins; reglur sem hætta er á að hefti frelsi almennings til þess að stunda jafn áhættulausa og sakleysislega iðju og matjurtarækt. Þetta er einmitt dæmi um […]

Sunnudagur 29.09 2013 - 15:33

Skemmtileg skilti

Á netinu er að finna urmul mynda af óvenjulegum götuskiltum. Því miður fylgir ekki alltaf sögunni hvar myndirnar eru teknar og oft rennir mann í grun að hann Fótósjoppmundur hafi komið við sögu.   Mér skilst að þetta skilti sé í Danmörk en nánari staðsetningu veit ég ekki   Ég efast um að þetta sé […]

Sunnudagur 15.09 2013 - 14:02

Maturinn kemur frá Satni

Laugardagur 14.09 2013 - 10:02

Fram úr væntingum

Ég á til að ganga út frá því að góð þjónusta sé sjálfsögð. Og finnst þá mjög gremjulegt ef hún stendur ekki undir væntingum. En stundum fær maður líka betri þjónustu en maður reiknaði með. Ég bjóst ekki sérstaklega við því að fá framúrskarandi þjónustu hjá Fríhöfninni í Leifsstöð. Við keyptum þar vörur á leið […]

Föstudagur 23.08 2013 - 11:06

Reykjavíkurmaraþon

Daginn fyrir menningarnótt 2005 birti ég stuttan pistil sem ég sé ekki betur en að eigi ágætlega við enn í dag: Af hverju þarf að loka öllum helstu leiðum inn í miðborg Reykjavíkur, svo fólk geti hlaupið á miðri götu, og það á einum af þeim dögum sem mestrar umferðar er að vænta um miðbæinn? […]

Þriðjudagur 20.08 2013 - 13:46

Júllabúð

Ég hef tekið mörg og löng netfrí í sumar. Stundum hef ég birt færslur „fram í tímann“ áður en ég hef farið í frí en það hafa liðið allt að 16 dagar í senn án þess að ég hafi verið á netinu. Kannski heldur einhver að þetta hafi þau áhrif að ég komi til baka […]

Laugardagur 03.08 2013 - 09:48

Pistill handa sjoppueigendum

Á Íslandi tíðkast ekki að kenna nýju starfsfólki vinnubrögð eða gefa því þær upplýsingar sem það þarf til þess að geta veitt góða þjónustu. Á mörgum vinnustöðum er nýju fólki bara hent út í djúpu laugina og þetta á ekki síst við um fyrirtæki sem ráða aðallega kornungt, ófaglært fólk til starfa. Á Íslandi er […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics