Færslur með efnisorðið ‘Flóttafólk’

Föstudagur 20.12 2013 - 12:43

Enn af afrekum Hönnu Birnu

Ráðsnilld íslenskra stjórnvalda er með ólíkindum þegar þau vilja losna við flóttamenn. Oftast er Dyflinnarsamkomulagið misnotað til þess að troða flóttamanninum upp á ríki sem þegar taka við miklu fleira fólki en þau ráða við. Það sem gerist þá er að Útlendingastofnun sendir þarlendum stjórnvöldum erindi þess efnis að hún telji að hinu ríkinu beri […]

Mánudagur 02.12 2013 - 14:51

Gefa yfirvöld út formleg leyfi til lögbrota?

Ég hef ásamt ásamt syni mínum og mörgum öðrum gagnrýnt forsíðufrétt Fréttablaðsins þann 20. nóvember, af máli hælisleitendanna Tony Omos og Evelyn Glory Josep frá Nígeríu. Fleiri fjölmiðlar hafa fjallað um málið á sömu nótum og Fréttablaðið. M.a. hefur verið fullyrt að Tony sé grunaður um aðild að mansali. Nú hefur mér borist afrit af […]

Fimmtudagur 21.11 2013 - 14:02

Hanna Birna verður að segja af sér

Síðustu daga hafa fjölmiðlar flutt fréttir af máli hælisleitandans Tony Omos frá Nígeríu. Komið hefur fram að samkvæmt trúnaðargögnum sem starfsmaður Innanríkisráðuneytisins lak í fjölmiðla hafi Útlendingastofnun vísað manninum úr landi þrátt fyrir að hann sé grunaður um aðild að mansali. Mansal er glæpur sem einn og sér varðar 12 ára fangelsi og verður að […]

Þriðjudagur 19.11 2013 - 12:46

Hvað hefði Jesús gert, Hanna Birna?

Kærleiksblómið sem gegnir embætti innanríkisráðherra vill koma kristniboðskap inn í skólana aftur. Daginn eftir að þær fréttir bárust sagði DV frá enn einu mannréttindabrotinu af hálfu Útlendingastofnunar. Flóttamenn eru fólk sem á raunverulegri ögurstund neyddist til að flýja heimaslóðir sínar og margir þeirra eiga ekki afturkvæmt þangað. Ég þekki ekki sögu Tonys en ég veit […]

Miðvikudagur 29.05 2013 - 00:32

Þessvegna voru Króatarnir sendir burt

Átta milljónir kostaði að senda Króatana aftur „heim“.  Eftir nokkrar vikur fær Króatía aðild að Evrópusambandinu og þá geta þeir komið aftur ef þeim sýnist svo. Því er von að fólk spyrji hver tilgangurinn sé með því að borga undir þá flug „heim“. Tilgangurinn er sá að senda skilaboð. Skilaboð sem í senn eru ætluð […]

Fimmtudagur 14.03 2013 - 15:13

Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur

_______________________________________________________________________________ Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi.   Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið. Það er alveg ljóst í mínum huga að við erum […]

Miðvikudagur 06.03 2013 - 22:27

Frumvarp til útlendingalaga verður að fara í gegn – gestapistill frá No Borders

  Fyrir Alþingi liggur nú nýtt frumvarp til laga um málefni útlendinga. Með tilliti til þess hvernig þessi málaflokkur hefur verið meðhöndlaður í gegnum tíðina teljum við frumvarpið vera stórt skref í rétta átt. Enn frekari úrbóta er þó þörf eins og reifað er í kröfum No Borders.   Meðferð flóttamanna á Íslandi Þvert á ákvæði […]

Föstudagur 01.03 2013 - 13:59

Jæja Vigdís – byrjum á Dyflinnarreglunni

Vigdís Hauksdóttir heldur áfram að opinbera kjánaskap sinn í útvarpsviðtali um afstöðu hennar til flóttamanna.  Bullið í henni er efni í heila pistlaröð. Byrjum á þeirri vondu réttlætingu fyrir mannvonsku sem í daglegu tali er kölluð Dyflinnarreglan. Ekki skylda heldur heimild Vigdís staðhæfir að samkvæmt Dyflinnarreglugerð Evrópusambandsins beri Íslendingum að vísa flóttamönnum til annara Evrópulanda. Þetta er ósatt. […]

Fimmtudagur 28.02 2013 - 09:44

Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV) Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna. Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja […]

Föstudagur 15.02 2013 - 18:43

Vigdís Hauksdóttir er hætt að vera fyndin

Mér hefur löngum þótt það fyndinn gjörningur hjá Framsóknarflokknum að koma Vigdísi Hauksdóttur á þing. En nú er þetta hætt að vera fyndið. Ég er of reið til að skrifa um þetta í augnablikinu án þess að hætta á að segja eitthvað sem ég gæti séð eftir. Það hlýtur að koma að því að adrenalínflæðið […]

Höfundur

Eva Hauksdóttir
er skáld, norn, aðgerðasinni og álitshafi.

Eva hefur áhuga á samfélagsmálum, einkum þeim sem varða hverskyns yfirvaldstilburði hvort heldur er af hálfu stjórnvalda eða annarra. Æskilegt er að þeir sem rata inn á síðuna lesi pistlana áður en þeir tjá sig um efnistök höfundar.

Þessi síða hefur ekki verið uppfærð reglulega mjög lengi en efni frá síðustu árum er birt á norn.is
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

web analytics