Miðvikudagur 23.03.2011 - 12:17 - 3 ummæli

Þrotlaust strit og púl

Steingrímur J. Sigfússon er mikill verkmaður og hefur af miklum dugnaði einhent sér í verkefnin frá því að hann fór í ríkisstjórn líkt og hann hefur iðulega útskýrt fyrir landsmönnum. 

Á Alþingi í gær ítrekaði hann þessi skilaboð sín: „Þetta er þrotlaust strit og púl, erfið vinna og flórmokstur, sem við höfum verið í til að skapa hér grunninn að nýju og betra samfélag.“

Vandinn er að stritið og púlið getur verið töluvert skaðlegt eins og endurreisn fjármálakerfisins, uppbygging atvinnulífsins, Icesave 1, 2 og 3 og endalausar breytingar á skattkerfinu sýna og sanna.

Þ.e.a.s. þegar maður veit ekki hvað maður er að gera…

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (3)

  • Steingrímur notar hvert tækifæri til að væla undan vinnunni sinni. Það er ekki eins og aðrir hafi ekki þurft að púla og strita fyrir sig og sína undanfarna mánuði.

    Venjulegt fólk setur undir sig hausinn og heldur áfram, en fjármálaráðherrann notar öll tækifæri fyrir þetta væl sitt.

    Takk annars fyrir góða pistla undanfarið Eygló.

  • Ómar Kristjánsson

    það er eigi létt verk að moka útúr framsóknarfjósinu.

    Langt í frá létt verk.

    Sérstaklega þegar framsóknargemlingarnir standa fyrir utan spariklæddir í slagtogi við sjallanna ásamt öðrum pörupiltum og liðleskjum og reyna að henda öllu inn aftur sem út kemur.

  • Betur vinnur vit en strit.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og tveimur? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur