Föstudagur 16.09.2011 - 12:00 - 4 ummæli

Íblsj.: Já, bílinn er aðfararhæf eign…

Í pistlinum Er bílinn aðfararhæf eign velti ég upp þeirri spurningu hvort Íbúðalánasjóður dregur frá andvirði bifreiðar frá mögulegri niðurfærslu lána í 110% leiðinni?  Skv. lögum er þeim skylt að draga frá aðfararhæfar eignir og þeir nota skattframtöl umsækjenda til að átta sig á því hvað er aðfararhæft og hvað ekki.

Á skattframtali flestra má finna fjölskyldubílinn.  Enda hafa skatturinn og fjármögnunarfyrirtækin samviskusamlega  tjáð sínum viðskiptavinum að þeir eiga að færa bíla á sk. kaupleigusamningum inn á skattframtöl sín.

Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér hafði ég samband við starfsmenn Íbúðalánasjóðs.  Þeir tjáðu mér að verðmæti bíls á skattframtali væri notað til að færa niður niðurfærsluna.  Ef umsækjendur bentu á að ökutækið væri skráð á annan þá væri það leiðrétt.

En hvernig er það leiðrétt?  Ein ábending sem ég fékk var að aðeins væri dregið frá andvirði lánsins frá verðmæti bílsins, mismunurinn væri notaður til að lækka niðurfærsluna.

Er þetta rétt?

PS. Tala menn aldrei saman í stjórnsýslunni? Í þessu máli þá er skiptingin svona: Íbúðalánasjóður er undir Velferðarráðuneytinu, fjármögnunarfyrirtækin heyra undir Efnahags- og viðskiptaráðuneytið, RSK undir Fjármálaráðuneytið og Umferðarstofa undir Innanríkisráðuneytið.  

Öll þessi ráðuneyti eru staðsett nokkurn veginn í hnapp í 101, allir eru þeir með síma og tölvupósta og svo hittast ráðherrarnir víst nokkuð reglulega, – ekki satt?

Koma svo, tala saman!

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Hvort ætli sé sorglegra að Eygló sé í Framsóknarflokknum eða að Framsóknarflokkurinn sé svona?

  • Siggi Jons

    Eygló Harðardóttir hefur alla burði til að verða einn af bestu stjórnmálamönnum samtímans á Íslandi. Ég vona að hún verði ávallt trú samvinnuhugsjóninni og yfirgefi þetta ruglaða þjóðrembulið sem nú ræður Framsóknarflokknum.

  • Flott hjá ykkur Eygló — Ég hef mikla túr á þér þegar þú lætur yfirvegaða skynsemi ráða för sem þú gerir oftast — og þá hvort sem ég er sammála þér eða ekki — en því miður skortir mikið á það hjá stórum hluta þingmanna.
    Samvinnuhugsjón borin fram tær og hrein er miklivægasta leiðarljós mannkyns til framtíðar á að geta sameinað fólk um leitir að lausnum í stað þess að leita vandaræða.
    Þetta segi ég sem ákafur mannréttindasinni, samfélagssinni, umhverfissinni, Evrópusinni, samvinnusinni, (ný-)kommúnisti og krati.

  • Jæja piltar góðir. Hvar finnið þið samvinnuhugsjónina í pólutíkinni annarstaðar en í Framsóknarflokknum.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur