Sunnudagur 06.11.2011 - 11:58 - 10 ummæli

Sambandsríki Evrópu?

Evrópusambandið er í mikilli krísu.  Æ fleiri telja nauðsynlegt að gera róttækar breytingar á samstarfi þjóðanna til að tryggja að það lifi af.

Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, er einn þeirra.  Hann sagði að við skyldum vona að ESB og evran lifi af krísuna. Síðan skyldum við vona að það tæki upp sameiginlegt fjármálakerfi, efnahagsstjórnun, fjármálaeftirlit og innstæðutryggingu.

Í  Free Dictionary er fullvalda þjóð skilgreind á eftirfarandi máta:  Fullveldi er vald ríkis til að gera allt það sem nauðsynlegt er til stjórna sér sjálf, þar á meðal búa til, framkvæma og beita lögum; leggja á og innheimta skatta; fara í stríð og semja frið; og gera samninga eða eiga í viðskiptum við önnur ríki.  (e. „Sovereignty is the power of a state to do everything necessary to govern itself, such as making, executing, and applying laws; imposing and collecting taxes; making war and peace; and forming treaties or engaging in commerce with foreign nations.“)

Ef Buiter verður að ósk sinni, er þá ekki búið að mynda Sambandsríki Evrópu?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (10)

  • Sæl Eygló.
    Nú segir Joschika Fischer fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands og fyrrverandi varakanslari þess sama lands og einn af stórum áhrifavöldum ESB og EVRU svæðisins.

    Að EVRU svæðið stefni nú hröðum skrefum í hörmulegt „Stórslys“ eins og hann orðar það.

    Nema að unnið verði hratt og skipulega að því að breyta EVRU samstarfinu í ekkert minna en Sambandsríki Evrópu (The United States of Europe) með Ríkisstjórn og sameiginlega efnahags- og peningamálastjórnun.

    Jochika Fischer er enginn smákarl og einn af áhrifamestu stjórnmálamönnum Þýskalands á síðari tímum og ávallt verið mikill ESB og EVRU sinni.

    Þannig að ég get ekki betur séð en að alger forsendu brestur sé nú á þessari aðildarumsókn okkar íslendinga.

    Því að ef eitthvað er að marka orð Fischers þá erum við annaðhvort á hraðferð inn í eitthvert hroðalegt „stórslys“ á hraðbraut Evrópusambandsins.
    Eða að við erum á leið að glata sjálfsstæði okkar og fullveldi með því að verða áhrifalaus útnárahreppur í útjaðri The United States of Europe !

    Þess vegna á að draga þessa ESB umsókn til baka nú þegar, eða alla vegana sættast á það að gera hlé á viðræðunum í 1 til 2 ár og sjá þá hvernig ástandið verður og láta þá þjóðina sjálfa kjósa um það hvort að halda eigi þessum viðræðum áfram þar sem frá var horfið, eða ekki !

  • Uni Gíslason

    Kapítalískt samfélag uppfyllir X,Y og Z. Ljóst er að Ísland uppfyllir aðeins Z og Y en ekki X, sem gæti veri t.d. engin afskipti eða rekstur ríkisins á neinu fyrirtæki.

    Þá væri málefnalegt að álykta sem svo að Ísland væri ekki í alla staði kapítalískt samfélag, en það væri ómálefnalegt og satt að segja furðulegt að álykta sem svo að það væri kommunískt.

    Fullveldi er annars flóknari hlutur en svo að hann sé skilgreinanlegur í stuttri skilgreiningu, en það er snert á því að fullveldi eigi sér marga fleti, „allt það sem nauðsynlegt er til að stjórna sér sjálft“, þmt. fara í stríð eða semja frið.

    Þar er Ísland t.d. ekki rauverulega fullvalda, verandi í NATO þá fer Ísland í stríð þegar NATO fer í stríð. Sé ráðist á ríki NATO er ráðist á Ísland.

    Er NATO þá ríkjasamband? Nei.

    Væri ESB með sameiginlega efnagasstefnu ríkjasamband? Nei.

    Er Ísland ófullvalda þó það uppfylli ekki grundvallarskilyrði orðabókarinnar um fullvalda ríki, síðan 1948? Nei.

    Framsal fullveldis er ekki tap á því og handhafi framselds fullveldis er ekki eigandi þess. Ríki BNA hafa fyrir löng afselt fullveldi sitt, það er farið og kemur aldrei aftur. Ríki ESB eiga og munu alltaf eiga sitt fullveldi, þó hlutar þess séu framseldir á ákveðinn hátt.

    Sambandsríki er fullvalda. Það dregur líka vald sitt, sitt fullveldi, frá borgurum sambandsríkisins. Það sem gefur sambandsríki BNA raunverulegt vald sitt er að einstaka borgarar BNA kjósa beint þingmenn á sambandsþingið í DC, þing sem hefur löggjafavald yfir öllu sambandsríkinu.

    ESB dregur vald sitt frá þingum meðlimsríkjanna og framkvæmdavaldi meðlimsríkjanna. Á því er svakalegur munur, enda þýðir það að meðlimsríkin eru fullvalda, og geta dregið stuðning sinn til baka.

    Enda gert ráð fyrir því í stofnsáttmála ESB.

  • Leifur Björnsson

    Við lögðum inn umsókn um aðild að ESB ekki evrunni þessu tvennu er alltaf ruglað saman í umræðunni.
    Það mun taka okkur minnst 10 ár verði umsókn samþykkt að uppfylla öll skilyrði og komast inn í evruna eftir að þau mistök sem gerð voru þegar Grikkjum var hleypt ínn verður eftirlitið með okkur mjög strangt.
    Frændur okkar Danir og Svíar eru ennþá með sína gjaldmiðla þrátt fyrir að vera í ESB og uppfylla öll skilyrði fyrir upptöku Evru vegna þess að þeir kjósa það sjálfir.
    Það sem vantar hinsvegar er að ESB andstæðingar svari því hvernig við ætlum að að afnema gjaldeyrisshöftin og verðtrygginguna án ESB aðildar og með stuðningi Evrópska Seðlabankans núverandi gjaldeyrisshöft eru brot á EES samningnum og eina ástæðan fyrir því að við fáum að vera með þau er sú að við erum í viðræðum við ESB um aðild.
    Davíð Oddsson og aðrir stjórnmálamenn á sjötugsaldri sem um þessar mundir ráða öllu í Sjálfstæðissflokknum eru leynt og ljóst farnir að gefa uppsögn EES samningsins undir fótinn og geta þannig haldið gjaldeyrisshöftunum en stefna Framsóknar er mjög óljós.

  • Jón Sig.

    Já og hvernig eiga stórskuldug heimili á Íslandi að fá lægri vexti ef krónan lifir áfram.

    Hvers vegna vilja sumir stjórnmálamenn ekki fá þær staðreyndir upp á borðið sem umsaminn aðildarsamningur felur í sér?

    Fyrir vitræna stefnumótun til lengri tíma eru það gríðarlega mikilvægar upplýsingar – hvort sem þjóðin kýs svo að fara inn eða ekki.

    Getur verið að það sé óttinn hjá gömlu elítunni (sem Davíð Oddsson er persónugervingur fyrir) að missa völd ef þjóðin skyldi samþykkja aðildarsamning?

    Baráttan gegn því að klára aðildarviðræðurnar er barátta gegn upplýsingum og lýðræði!

  • Sammála þér Eygló. Það þarf að draga umsóknina til baka. Við vorum jú bara að fá að „kíkja í pakkann“ ekki satt?. Sumir eru ennþá að gæla við það að það séu mannréttindi að fá að kíkja í þann pakka, en skilja ekki að það var aldrei nein umsókn heldur aðlölgunarviðræður sem fóru af stað. Við fengum ekki að heyra það frá okkar stjórnvöldum, heldur hefur það verið að kvisast frá stækkunarstjórum og yfirmönnum ESB. Það var nefnilega ekki svo að það væri hægt að skoða aðild, heldur einungis að fara í aðlögunarferli.

  • Valur Bjarnason

    Viltu kannski koma með lausn á krónunni í leiðinni? Framsókn er búið að leggja út í mikla vinnu með framtíðarhugmyndir með Ísland en minnist ekki einu orði á vanda gjaldmiðilsins. Veistu að meðal lántakandi til húsnæðiskaupa þarf að borga aukalega eina miljón á áti vegna krónunnar.

  • Stefán Vignir

    Norðurlandaráð æskunnar samþykkti ályktun um svo til nákvæmlega þetta efni nú um síðustu helgi þó það hafi verið talað um evrulöndin sérstaklega. En það merkilega var að hún var samþykkt án þess að nokkur maður skilaði séráliti.

    (http://unginorden.org/assets/Dokument/Ny-mapp/NyaSlutdokumentet2.pdf, ályktun 15, „Stop eurolandenes økonomiske centralisering“.)

  • Það er dæmigert fyrir umræðuna um ESB umsóknina að allt orkar tvímælis þá gert er. Vegna þöggunar undanfarinna 10 ára af hendi ráðandi stjórnmálflokks fékk aðildarumræðan ekkert pláss frekar en önnur langtímastefnumörkiun önnur en „frjálshyggja“. Samkvæmt „frjálshyggju“prinsíppinu virðist vera nóg að hafa EES samning við evrópulöndin. Þegar frjálshyggjan á endanum snérist upp í að taka auðindir úr almannaeigu og færa yfir á hendur vogunarfyrirtækja sem fluttu ágóðan úr landi reyndist hún alls engin „framtíðarsýn“ fyrir almenning. Þess vegna myndaðist þrýstingur á annarskonar fyrirkomulag laga og viðskipta með fullri ESB aðild. Aðildarviðræðurnar reyndust vera það akkeri sem gat stöðvað rek efnahagslífsins inn í algert hrun gjaldmiðilsins. Að hve miklu leyti aðildarviðræðurnar voru skilyrði AGS til að sjá fyrir endan á verkefninu veit maður ekkert en ég tel að það hafi gert þeim vinnuna auðveldari því augljóslega verður krónan undir þeim skilyrðum sem hún er rekin í dag bara tímabundið viðmið. Hversu lengi er alveg óvíst. Almenningur hefur allt að óttast þegar hún verðu sett á flot án aðstoðar Evrópska seðlabankans. Ef íslendingar slíta viðræðunum mun grundvöllur undir krónuviðskiptin molna. Það myndi leiða til tafarlausrar varnaraðgerða Íslenska Seðlabankans með gjaldeyrishöftum og langtíma lággengisskráningu. Annað er ekki í boði. Sjálfstæð örmynt er ekki sama og efnahagsleg sjálfstæði. Hún er bara táknmynd í afstæðum heimi skoðanaskipta. Ef við eigum ekki að ganga í ESB með þeim kostum og göllum sem þar finnast verðum við að búa okkur undir frekari einangrun í víðum skilningi. Persónulega á ég erfitt með að sjá það fyrir hvernig það gerist í raun vegna þess að ég held að almenningur muni ekki vilja fara þá leið þegar á reynir. ESB er ekki sambandsríki en nauðsyn á frekari samþættingu laga um evrusamstarfið er augljóslega á döfinni. Sem praktískt þenkjandi og lausnamiðuð mannaeskja sé ég á því enga ókosti. Það er verra að hafa ástandið óbreytt og fáránlegt að leggja niður evrusamstarfið á svo veikum forsendum sem vanstýring Grikkja og Ítala hefur verið.

  • Vandamálið er stórt og það snertir alla. Gleymum því ekki að evran er einn af stærstu og mikilvægustu gjaldmiðlum heimsins. Gjaldeyrirvaraforði seðlabanka um allan heim er að einhverju eða miklu leyti í evrum. Norski olíusjóðurinn á stórar eignir í verum. Það er því afar einkennileg hugsun að gleðjast yfir erfiðleikum evrunnar og vona glaðhlakkandi að hennar dagar séu taldir. kreppa evrunnar snertir öll viðskipti heimsins. Ríki glata ekki fullveldi sínu í alþjóðlegu samstarfi.Það er ljóst að ESB verður að taka upp nánara samstarf milli ríkja á sviði fjármála.

  • € stefnir í slys. Sviss Franki og Breska Pundið eru að tryggja tengingar við €. Seðlabankinn safnar sjóðum bak við IKR fyrir næstu ræningja „útrás“. Þá hrynur hún aftur. Ef ekki væru svona misvitrir ráðamenn hérálandi gætum við nýtt þessa sjóði í uppbyggingu. ÞÞ

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og átta? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur