Fimmtudagur 25.10.2012 - 08:04 - 1 ummæli

Gleðilegan kvennafrídag

(Greinin birtist fyrst í fréttabréfi Framsóknarflokksins 24. okt. 2012)
Íslenskar konur njóta mikils jafnréttis og er ástæða til að gleðjast yfir því. Við búum við einar bestu aðstæður á Vesturlöndum og erum í meirihluta í háskólanámi. Við erum líklegri heldur en kynsystur okkar í Evrópu til þess að halda áfram á vinnumarkaði eftir barneignir og á undanförnum árum höfum við tekið við mörgum af valdamestu embættum landsins.
Í stefnumörkun ríkisstjórna síðastliðna öld hefur Framsóknarflokkurinn staðið framarlega í hinni löngu vinnu að jafnrétti.
Á meðan við gleðjumst yfir því jafnrétti sem náðst hefur skulum við heiðra þær sem hafa háð baráttuna hingað til. Mæður, ömmur, langaömmur og langalangaömmur okkar unnu ötullega að þeim réttindum sem við höfum í dag. Yfirvinna er ekki lengur forgangsréttur karla. Bónusgreiðslur eru ekki bara karlamál. Svo er vinnu kjarkmikilla Íslendinga að þakka. Feðraorlof, almenn skólaganga og fleiri leikskólapláss, allt stuðlar þetta að jafnrétti.
En það er vitundarvakning okkar sjálfra sem hefur eflaust stuðlað að stærstu breytingunni: Breyttu hugarfari.
Fyrirmyndir ungra kvenna má finna alls staðar í dag á Íslandi. Frjáls verslun hampar sérstaklega ár hvert þeim sem skara fram úr. Slík umfjöllun veitir ungum stúlkum ómældan stuðning á kvenlægum sviðum sem og hinum sem teljast til þeirra karllægari. Horfum til þessara fyrirmynda sem og hinna sem ekki er talað um í fjölmiðlunum. Þær má finna í frænkum, systrum, vinkonum og framsóknarkonum, því við verðum að hafa í huga að enn er ekki allt unnið.
Í dag er launamunur milli kynjanna fastur í 15%, færri karlmenn taka feðraorlof eftir 2008 og konur eru áberandi fáar í stjórnum fyrirtækja. Gamlar hefðir móta viðhorf en saman stuðlum við að fjölbreyttara og víðsýnna Íslandi þar sem kynin standa jafnfætis.
Það er enn mikil vinna framundan og baráttan ekki búin. Við í Framsókn munum því halda áfram að vinna til framtíðar að jafnrétti kynjanna.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

  • Kvennafrídagurinn er dæmi um forréttindi en ekki jafnrétti, konur eiga ekki skilið frídag fyrir það eitt að vera konur frekar en rauðhærðir eiga að fá sinn eigin frídag fyrir að vera rauðhærðir.

    Konum eru allir vegir færir og opnir, eru nú um 6000 fleiri konur með háskólapróf umfram karlmenn og ekki er nein þörf á sérstökum aðgerðum frekar handa konum, þvert á móti. Frekari handstýring á atvinnulífinu eða hjá hinu opinbera til að koma konum að er ekkert annað en forréttindastefna í átt við sósíalsima. Núna er bara boltinn hjá konum að gera það sem þær vilja, búrið var opnað fyrir áratugum og að e-h konur þori ekki út er ekki vandamál þeirra einstaklinga sem fyrir utan sitja.

    Það að skerða réttindi karla til að koma kvennfólki að í stöður bara til að jafna kynhlutföll ætti ekki að vera markmið fyrir sig því að skerða réttindi eins til að bæta réttindi annars er óréttlæti í eðli sínu, fólk sækir um stöður og færasti fær. Annað er kynbundin stefna eða mismunun þar sem stundum er mikil sókn annars kynsins í alls kyns stöður og ekki á að refsa einstaklingum fyrir mikin áhuga frá sama kyni. Slíkt heitir frjáls samkeppni en hverjir þeir sem styðja forréttindi hvers kyns eru yfirleitt á móti slíku.

    Það hallar á karlkynið í dagsins samfélagi, konur hafa mest um mörg mál að segja samkvæmt rannsóknum, hvað börnin heita, hvar fjölskyldan býr, hvernig högum heimilana er haldið, fjármál heimilina, þær hafa greiðari aðgang að fjármagni á betri kjörum gegnum sérstaka konu fjárfestingarsjóði gegnum hið opinbera þar sem bæði kynin borga skatt, auðveldari aðgang í stjórnunarstöður þar sem mun færri kvennmenn sækja um fráteknar stöður þeim til handa og fer þeim stöðugildunum fjölgangdi. Þær þurfa ekki að fara í launaviðtöl mikið lengur og krefjast hærri launa, það er gert fyrir þær en karlmenn sem eru flestir á mjög misjöfnum launum þurfa að sjá um sín mál sjálfir og standa á sínum réttindum. Launamálin eru því ekki bara inngrip þar sem ábyrgð kvennmanna á eigin frama og launum er tekin af þeim heldur líka markaðs inngrip.
    Dæmið um launin er enn ein mýtan eins og að um e-h samsæri karla sé að ræða, karlar flestir eru á mjög misjöfnum launum og svo framv. og ekki er um neitt samsæri að ræða heldur ytri þætti og ákvarðanir einstaklinga. Ekki er til líka ein einasta rannskókn sem getur staðfest að í dag sé um samsæri gegnum konum launalega séð.

    Dæmi um grafalvarleg samfélagsleg vandamál þar sem karlar eiga í hlut en þeir sem reyna að stýra umræðunni um kynjamál reyna að halda bakvið sviðsljósið.

    Flestir fangar eru karlar, ekki er verið að rannsaka hvers vegna svona margir karlar leiðast út í glæpi, 9/1 eru víst hlutföllin. Ekki er verið að nota tíma og orku í að stöðva mæður sem hindra aðgengi feðra að börnum sínum en sést hafa tölur í rannsóknum um að 48% skilnaðarbarna lendi í meðvirki á e-h tíma með móður og missi samband við föður til lengri eða skemmri tíma. Ekki eru til neinar reglur sem setja þessum konum alvöru skorður og er þetta vandamál sem á sér áratugarætur. Þetta telst bara ekkert sérstakt vandmál og merkilegt að ekki fæst meiri athygli á þetta málefni barnanna vegna.

    Hugmyndin að karlar hafi mótað samfélagið eins og þeir vilji og að konur séu kúgaðar í eðli fær ekki við rök að styðjast heldur. Aðeins brot af karlmönnum hefur nokkurn tímann verið í valdastöðum og haft e-h með málefni samfélagsins að gera. Lang flestir gegnum söguna hafa verið bláfátækir og alveg jafn mikil fórnarlömb aðstæðna eins og kvennmenn, þvingaðir í stríð og hættuleg störf til að sjá fyrir fjölskyldum sínum m.a. Söguskoðun feminismans á þessum málum fæst líka ekki staðist vísindalega skoðun og líka er bara öskrað og hrækt þegar e-h gagnrýnir þetta málefnalega. Það er látið eins og að þáttaka karla í jafnréttismálum hafi ekki átt sér stað og koma líka reglulega pistlar af kvenndólgum á netið þar sem karlar eru vændir um þykjast vera feministar séu þeir ekki nægjanlega öfgakenndir í skoðunum sínum.

    Það er kominn trúarlegur blær þá þessi mál og sést það t.d. þegar kona ásakar mann um t.d. ofbeldi þá er meðvirkni samfélagsins slík að mannorð viðkomandi verður líklega aldrei endurreist, ekki gæti ásökun karls haft sömu áhrif. Sést þetta t.d. í baráttu foreldra þegar kemur að umgengni við börn i skilnaðarmálum. Nýlegt dæmir er einhliða frásögh móður, Hjördís að nafni, sem í leyfisleysi og óþökk samkomulags við föður í Danmörku flytur til Íslands með börn síns og meinar föður aðgengi. Einhliða frásögn hennar var nóg fyrir þúsundir einstaklinga hérlendis til a krefjast þess að yfirvöld mundu virða lög að vettugi, ásakanir um að kerfið og allir sem vinna í barnavernd væru vanhæfir og vildu börnunum hið versta flugu á netinu. Allt þetta bara með frásögn móður þrátt fyrir dómsmál á Ísland þar sem framburður og ásakanir móður voru dregnar í efa. Nei það var nóg að kona sagði að maðurinn beitti ofbeldi, sannanir eða frekari vitnisburð þarf ekki til frekar en þegar eldklerkar fara með ræður sínar yfir heittrúuðum.

    Kynin eru ólík og ekki getur talist réttlátt að refsa eða umbuna einstaka hegðun sem einkennir kynin, svo má ekki gleyma að þegar upp er staðið ber hver einstaklingur ábyrgð á sjálfum sér og sínu lífi og hvers kyns inngrip af hálfu hins opinbera er ekkert sjálfsagt. Vel meinandi fólk hefur ekki leyfi til að ráðskast með líf fólks eða takmarka frelsi þess, setja öðru fólki reglur eða bjarga því frá sjálfu sér bara að því að það „meini það vel“ eða telji sig vita betur, slíkt er kallast hroki.

    Konur eiga skilið að vera séðar sem sjáfstæðar manneskjur sem eru sjálfstætt hugsandi og geta tekið ábyrgð á eigin lífi og ákvörðunum. Ekki ósjálfbjarga verur sem þurfa aðrar konur til að segja sér hvað á að gera og sérstakar hækjur af hinu opinbera til að koma sér áfram eða ná markmiðum sínum.

    Aðstæður kynjanna eru ekki mótaðar af samsæri karla gegn konum, þetta er bardagi fólks við aðstæður, hungur, vosbúð, stríð og sjúkdóma. Vegurinn til upplýsinga hefur verið langur og strangur og endar aldrei, valdabrölt og lygar eru enn allt í kringum okkur. Gagnrýnin og sjálfstæð hugsun sem fer gegn þeim háværustu og frekustu hagsmunahópunum hverju sinni er enn mætt með níð og óbilgirni sbr. allri málefnalegri gagnrýni á feminisma og óstaðfestar samsæriskenningar hans.

    Jafnrétti þýðir ekki að að e-h sé settar skorður heldur að allir hafa jafnan aðgang og fái sömu meðhöndlun og því er þessi sérstaki kvennafrídagur þar sem konur fara út af vinnustað á launum en karlar sitja eftir dæmi um forréttindi en ekki jafnrétti.

    Simon

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur