Miðvikudagur 23.01.2013 - 07:47 - 1 ummæli

Höfnum afneitun og ótta

Umfjöllun Kastjós um kynferðisbrot gegn börnum hefur verið erfið en nauðsynleg fyrir samfélagið. Við höfum öll þurft að velta fyrir okkur hvað væri hægt að gera öðruvísi. Hvernig við getum komið í veg fyrir að brotið sé á börnunum okkar?

Hugrakkir einstaklingar hafa stigið fram, sagt frá og hafnað afneitun og ótta.

Nú er komið að okkur.

Blátt áfram talar um að kynferðislegt ofbeldi þrífist best í afneitun og ótta. Þegar við neitum að horfast í augu við þetta samfélagsmein, neitum að tala um það. Hræðumst að tala um það.

Í bæklingnum þeirra er talað um 7 skref til að koma í veg fyrir, greina og bregðast við kynferðislegri misnotkun á börnum:
Skref 1. Gerðu þér grein fyrir staðreyndum og áhættuþáttunum. Staðreyndir – ekki traust – eiga að hafa áhrif á ákvarðanir þínar varðandi barnið þitt.
Skref 2. Fækkaðu tækifærunum. Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum – dregur þú verulega úr hættunni á að barn þitt verði fyrir kynferðislegri misnotkun.
Skref 3. Talaðu um það. Börn halda oft misnotkuninni leyndri – en hægt er að fá þau til að rjúfa þögnina með því að tala opinskátt um þessi málefni.
Skref 4. Vertu vakandi. Ekki búast við að merkin séu augljós hjá barni sem sætir kynferðislegri misnotkun. Merkin eru oft til staðar en þú þarft að koma auga á þau.
Skref 5. Búðu til áætlun. Kynntu þér hvert þú átt að leita, í hvern þú átt að hringja og hvernig þú átt að bregðast við.
Skref 6. Fylgdu grunsemdum eftir. Framtíðarvelferð barns er í húfi.
Skref 7. Gerðu eitthvað í málinu.

Nánari upplýsingar er að finna í bækling Blátt áfram. 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur