Föstudagur 22.03.2013 - 11:58 - 9 ummæli

Málstofan Alþingi

Þegar vandi kemur upp þá fer ég alltaf að huga að lausnum.  Vandinn skilgreindur, lausn A, B og C möguleg, velja eina og skrifa tillögu.  Væntanlega er það ein af ástæðunum að mér líkar vel vinnan mín og vinnustaðurinn, Alþingi, – að við erum alla jafna að leita leiða og lausna í málunum sem við erum að fjalla um.

En ekki alltaf.

Stundum hættum við að tala um ég, við og það sem sameinar okkur, og förum að segja þú, þið og einblína á allt sem skilur á milli.

Við hjónin reyndum þetta aðeins fyrstu sambýlisárin, sögðum: „Þú skilur mig ekki, og þú gerir þetta aldrei…“ og skelltum hurðum.

Ákváðum svo að hætta þessu.  Reyna frekar að ræða málin, stundum jafnvel að sleppa því alveg að ræða málin, virða einfaldlega ólíkar skoðanir hvors annars.

Er ég með einhverja lausn?

Nei, en allavega tillögur.  Í fyrsta lagi myndi ég vilja sjá ákvæði í stjórnarskrá um að minnihluti Alþingis geti vísað málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Í öðru lagi að umræðum inn á Alþingi yrðu sett ákveðin tímamörk.  Í þriðja lagi að stjórnarandstaðan fengi auknar fjárveitingar til reksturs þingflokkanna og í fjórða lagi að meiri hefð yrði fyrir samstarfi stjórnar og stjórnarandstöðu áður en mál eru lögð fram á Alþingi.

Eflaust er auðvelt að sitja hér og skrifa þetta sem stjórnarandstöðuþingmaður.  Gleyma því svo þegar maður er kominn hinum megin við borðið.

Þess vegna er kannski ágætt að setja þetta út á veraldarvefinn, – til áminningar fyrir mig og þig.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Jens Jónsson

    Ég er með tillögu.

    Klárið þið breytingarákvæði og látið þið allt annað eiga sig þangað til málaskráin er tóm nóg er af málium sem liggja fyrir Alþingi núna.

  • Einar Steingrimsson

    Það er gott að þú skulir setja þetta á vefinn, svo hægt verði að minna á það síðar. 🙂

    Hins vegar finnst mér vont að sjá að tillögur þínar, varðandi þessi mál, Egyló, eins og hvernig sé hægt að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu, snúast bara um Alþingi, en ekki um almenning.

    Þessi sjálfhverfa alþingismanna, ekki síst í stjórnarskrármálinu, er til vansa, og á heima á nítjándu öld en ekki tuttugustu og fyrstu.

    Talandi um stjórnarskrána væri líka gott ef þú vildir útskýra vandlega af hverju þú ert mótfallinn því að samþykkja heildarfrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Og þá meina ég vandlega, en ekki með óljósum yfirlýsingum um að ekki hafa verið vandað nóg til verksins.

    Mér finnst þú skulda okkur slíkar skýringar, því ég veit ekki betur en að þú hafir verið fylgjandi yfirlýsingum Framsóknar um nauðsyn nýrrar stjórnarskrár, og að hún yrði unnin um það bil eins og nú hefur verið gert.

  • Eygló Harðardóttir

    Við verðum ekki sammála, og ég efast ekki um að þér finnist mikilvægt að virða ólíkar skoðanir. Í þessu máli sem og öðrum.

  • Þú gætir nú byrjað hér og nú og stoppað þetta málþóf á þinginu sem allt ætlar að drepa. Mikilvægast er að láta stjórnarskrármálið framganga, að minsta kosti breytingarákvæðið svo hægt sé að vinna í málinu áfram. Látið atkvæðagreiðslur fara fram núna og svo getið þið breytt því sem þið viljð þegar þið komist til valda. Stoppaðu þessu flokksfélaga þína sem málþæfast í pontu og gera sig og Alþingi að athlægi.

  • Sæl Eygló.
    Takk fyrir að setja þennan „gula miða“ hér á töfluna, þannig að hægt verði að horfa á hann síðar.
    Eitt sem ég skil bara ekki hjá þínum ágæta flokk hvað hefur breyst frá því að þið lögðuð upp í kosningabaráttuna 2009 vegna stjórnarskrámálsins.
    Þar var lagt upp með: Fá nýja stjórnarskrá, tryggja að auðlindin sé í eigu þjoðar, styrkja framkvæmdavaldið gagnvar löggjafarvaldini, að ráðherrar sitji ekki á þingi, persónukjör, þjóðarákvæði, stjórnlagaþing (já ég veit, tæknilegir hlutir, sem hafði ekki áhrif á úrslit,)
    Flest af þessu er í nýju stjórnarskránni og í ferlinu ,sem Framsókn og FLokkurinn er búinn að gera allt til að stöðva (frænka þín Vigdís, Gunnar Bragi, Birgir Ármanns, Jón Gunnars og Ólöf).
    Hvað er það tildæmis með auðlindarákvæðið sem þú vilt ekki styðja að fari ekki í gegn ? Hvað er málið.
    Snýst þetta bara um að breytingin fari fram á „ykkar vakt“ ?
    Mér er bara fyrirmunað að skilja hvernig þið ætlið að verja afstöðubreytingu ykkar.
    Svo að Vigdís hafi látið það út úr sé á útvarpi Framsókn, að auðlindarákvæði ætti fyrst og fremst að vera vegna ESB, ekki fyrir þjóðina.

    Það eitt og sér er bara lögreglumál.
    Góða helgi.

  • Einar Steingrímsson er á sömu línu og Lýðræðisvaktin að samþykkja beri heildarfrumvarpið að nýrri stjórnarskrá óbreytt eins og það barst þinginu frá stjórnlagaráði. Það er óþarfi að ræða fáránleika þeirrar kröfu einkum og sérstaklega vegna þess að lögfróðustu menn þjóðarinnar í stjórnskipunarrétti og erlendir tilkvaddir álitsgjafar hafa bent á fjölmarga veikleika í plagginu sem tekur tíma fyrir Alþingi og sérfræðinga að sníða af svo úr verði stjórnarskrá sem stenst skoðun og sæmileg sátt verði um.
    Annars er vert að spyrja þingmanninn hvað því veldur, að forysta Framsóknarflokksins getur ekki náð samkomulagi við stjórnarflokkana um breytingar á auðlindaákvæði núgildandi stjórnarskrár. Og hvað er því til fyrirstöðu að gefa um það ávæning að lokið verði við endurskoðun stjórnarskrárinnar á næsta kjörtímabili?

  • Christ !!!!

  • Eygló, eru Framsóknarmenn reiðubúnir til að hætta málþófi um auðlindaákvæðið ef það yrði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu ?

    Ég trúi að þú værir til í það en ekki Framsókn.
    Ég trúi ekki að þú sért sammála varaformanni Framsóknarmanna varðandi auðlindaákvæðið meira að segja þó þú segist vera það til að sýna samstöðu.
    Ég er sammála þér að minnihluti ætti að geta sett mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Sjálfstæðis- og framsóknarflokkurinn eru hagsmunagæsluflokkar auðvaldsins. Þeir samþykkja aldrei neitt ótilneyddir sem skerðir möguleika auðmanna á að sölsa undir sig auðlindir þjóðarinnar. Málið er ekki flóknara en þetta. Þessvegna á nú að ganga til atkvæða um málið eins og þingsköp heimila.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sex og einum? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur