Föstudagur 29.08.2014 - 08:35 - 4 ummæli

Góða fréttir úr atvinnulífinu

Við erum sannarlega á leið upp úr hjólförunum.

Það sjáum við ekki hvað síst í atvinnumálunum.  Á síðasta ári fjölgaði fólki í störfum á vinnumarkaðnum verulega, eða um 6000 samanborðið við árið 2012.  Í ár höfum við séð sömu þróun.  Á fyrsta ársfjórðungi 2014 voru að jafnaði um 3500 fleiri starfandi en á sama fjórðungi 2013.

Skemmtilegt að sjá aftur auglýst í gluggum vinnustaða eftir starfsmönnum. (Ljósmynd tekin 29.8.2014 í Garðabæ)

Skemmtilegt að sjá aftur auglýst í gluggum vinnustaða eftir starfsmönnum. (Ljósmynd tekin 29.8.2014 í Garðabæ)

 

OECD er bjartsýnt fyrir okkar hönd og spáir 4,2% atvinnuleysi á næsta ári, þremur prósentustigum minna en almennt gerist í OECD ríkjunum.  Það er vel skiljanlegt þegar horft er til þess að í maí 2014 voru aðeins Japan, Kórea og Austurríki  með minna atvinnuleysi en við samkvæmt OECD.  Við, Mexíkó og Þýskaland vorum svo saman með 4. minnsta atvinnuleysið af OECD ríkjunum.

Góðar fréttir úr atvinnulífinu gefa svo ástæðu til enn frekari bjartsýni.

———————–

PS. Vinsamlegast athugið að það getur tekið tíma fyrir athugasemdir að birtast.  Jafnframt áskil ég mér rétt til að hafna birtingu athugasemda.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Árangurinn gæti verið betri, sér í lagi frá sjónarhóli hins opinbera.

    Margt háskólagengið fólk er langtímaatvinnulaust. Hið opinbera getur komið að því með að auka fé enn meira til rannsóknar- og þróunarstarfs. Slíkt gæti leyft nýjum einkageirum að spretta upp svo háskólamenntað fólk eigi auðveldara með að fá vinnu við sitt hæfi. Fjölbreytni skiptir miklu máli fyrir stöðugleika.

    Meðan slakinn er til staðar ætti hið opinbera einnig að fjárfesta rækilega í verkefnum til lengri tíma, eins og t.d. samgöngum, heilbrigðis- og menntakerfinu og upplýsingatæknimálum.

    Verkefnin er hægt að fjármagna með afar ódýrum hætti innanlands og myndu ýta undir raunverulega verðmætasköpun í stað þess að hvetja eingöngu til verðbólgu eða eignabólu.

    Þetta eru meðal þeirra einfaldra, viðurkenndra og skilvirka leiða miðað við núverandi efnahagsástand.

  • Magnús Júlíusson

    Atvinnuleysi á Íslandi er ekki þremur prósentum lægra en almennt gerist í OECD heldur þremur prósentustigum lægra. Á þessu er mikill munur. Samkvæmt fréttatilkynningu OECD er meðaltalið 7,4%. Ef atvinnuleysi á Íslandi væri þremur prósentum lægra þá væri það tæp 7,2%.

    http://www.visindavefur.is/svar.php?id=56249

  • Eygló Harðardóttir

    Takk Magnús, hef leiðrétt villuna.

  • Fátækt íslendinga er farin að vekja athygli erlendis.

    Þýsk vinkona mín skrifaði mér um daginn og sagðist hafa verið á „fundraising“ samkomu og þar var meðal annars stofnaður sjóður, sem ætlaður er til að styrkjar fátæk börn á Íslandi !!

    http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/09/01/fjolskylduhjalpin_faer_adstod_ad_utan/

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og fimm? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur