Miðvikudagur 19.10.2016 - 13:14 - Rita ummæli

Þúsundir Leiguheimila á næstu árum

Fyrsti umsóknarfresturinn vegna Leiguheimilanna í nýju almennu íbúðakerfi rann út þann 15. október.  Nýja kerfið fer vel á stað því fjór­tán aðilar sóttu um stofn­fram­lög úr rík­is­sjóði til bygg­ing­ar eða kaupa á 571 íbúð sem ætlað er að slá á hús­næðis­vanda tekju­lægri ein­stak­linga og milli­tekju­hópa.

Íbúðalánasjóður mun kanna hvar þörfin fyrir hagkvæmt leiguhúsnæði er mest og úthluta svo á næstu vikum allt að 1,5 milljörðum króna til verkefnisins.  Fyrstu Leiguheimilin ættu þá að geta farið í byggingu strax að lokinni úthlutun og er áætlað að fyrstu íbú­arn­ir geti flutt inn strax næsta ári.

Leigu­heim­ili er nýr val­kost­ur sem byggir á norrænum fyrirmyndum og  var komið á með frum­varpi mínu um al­menn­ar íbúðir. Leigu­heim­il­in fela í sér að fé­laga­sam­tök, sveit­ar­fé­lög og lögaðilar sem upp­fylla ákveðin skil­yrði fá stuðning hins op­in­bera til að standa að upp­bygg­ingu leigu­hús­næðis.  Þar munu íbú­ar öðlast rétt til ör­uggr­ar lang­tíma­leigu, en greiðslur verða að meðaltali 20-30% lægri en markaðsleiga er í dag.

Í sum­um til­fell­um geti hús­næðis­kostnaður leigj­enda, að teknu til­liti til hús­næðis­bóta, jafn­vel orðið allt að helm­ingi lægri en nú er. Til að geta sótt um Leigu­heim­ili þurfa tekj­ur heim­il­is­fólks að vera und­ir skil­greind­um tekju-og eigna­mörk­um sem eru yfir meðal­tekj­um nokk­urra hópa, s.s. ungs fólks, eldri borg­ara og fleiri hópa.

Aukið framboð af húsnæði mun svo koma öllum heimilum til góða til að draga úr þrýstingi á húsnæðismarkaði og fjölga valkostum.

Hvernig ætli Leiguheimilin muni svo líta út?

Hér má sjá nokkrar erlendar fyrirmyndir.

WHA14_810_FINLAND3

 

Sophienborg_BO

BB_2

 

BB_3

Vilderose_gotumynd

Sem og eina uppáhalds innlenda fyrirmynd, – gömlu Verkamannabústaðirnir við Hringbraut 🙂

Framhlid_Verkamannabustadir

Flokkar: Húsnæðismál

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Eygló Harðardóttir
og lífið eftir pólitík.
RSS straumur: RSS straumur