Færslur fyrir apríl, 2013

Fimmtudagur 25.04 2013 - 19:09

Meira um efnahagstillögur

Eitthvað hefur nú skolast til hjá honum Birgi Þór Runólfssyni, mínum ágæta fyrrum kennara við Háskóla Íslands, þar sem hann gerir að umtalsefni blogg mitt um tilllögur Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í efnhagsmálum (sjá hér). Birgir segir að ég haldi því fram að óraunhæft að semja við erlenda kröfuhafa. Það hef ég aldrei sagt. Það sem […]

Fimmtudagur 25.04 2013 - 13:39

Afsökunarbeiðni

Í pistli mínum „Lýðskrum“ á blogginu hérna í gær líkti ég efnahagstillögum Framsóknarflokksins við hrossalækningar. Hér er augljóslega of djúpt í árina tekið. Og rétt að biðjast afsökunar. Er það hér með gert. Staðreyndin er auðvitað sú að það er í hæsta máti óeðlilegt að líkja æfingum Framsóknarflokksins við hrossalækingar. Lækningar hrossa byggja á vísindum, eins […]

Miðvikudagur 24.04 2013 - 15:15

Lýðskrum

Það er heldur ömurlegt uppá það að horfa, að minnsta kosti fyrir svona útlending eins og mig, sem búið hefur erlendis í 16 ár og kannski úr öllum tengslum við allt og alla, að tiltölulega flatneskjulegt lýðskrum virðist vera að hrífa meirihluta þjóðarinnar. Fyrst er það Sjálfstæðisflokkurinn. Mér sýnist hann lofa að lækka skatta, sem […]

Mánudagur 22.04 2013 - 18:01

Nýja helmingaskiptastjórnin

Ég verða að játa að þegar maður skoðar stjórnmálaástandið héðan að utan kemur margt á óvart. Nú er sumsé komið í ljós að kjósendur ætla að afhenda lyklavöldin að stjórnarráðinu til ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Það sem kemur mér fyrst og fremst á óvart er hversu lítil umræða er um hvernig sú stjórn muni líta […]

Þriðjudagur 09.04 2013 - 15:06

Er Paul Krugman Framsóknarmaður?

Nú jæja, ég sé ekki betur en að Paul Krugman sé orðinn Framsóknarmaður samkvæmt þessum skrifum Stefáns Ólafssonar hér. Eflaust er Stefán hér að vísa til skrifa Krugman til dæmis hér og hér. Þarna er meðal annars bent á að afskriftir skuldugra heimila geti haft jákvæð áhrif á eftirspurn í Bandaríkjunum. Málið er mér að einhverju leiti skylt, […]

Þriðjudagur 02.04 2013 - 23:19

Stjórnmálaástandið uppá Íslandi

Fyrir fólk á mínum aldri sem horfir á íslenskt stjórnmálaástand að utan frá má að mörgu leyti segja að íslenskt stjórnmálalíf sé komið í gamalkunnugt ástand. Þegar ég var að alast upp var ástandið yfirleitt þannig að á mið-hægri væng íslenskra stjórnamála var allt með tiltölulega kyrrum kjörum, á meðan vinstri vængur stjórnmálanna var algerlega […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur