Sunnudagur 16.06.2013 - 02:17 - FB ummæli ()

Vísvitandi dreifing rangra upplýsinga?

Ég sé að forsætisráðherra talar um „vísvitandi dreifingu rangra upplýsinga“ vegna umræðu sem sprottið hefur upp vegna stórfelldrar niðurfellingu veiðigjalda á íslensk útgerðarfyrirtæki sem ég hef lesið um í fréttum að heiman.

Hér er hann kannski meðal annars að vísa til þess að Alþjóðagjaldeyristjóðurinn (sjá hér), og ýmsir hagfræðingar hafa bent á að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella niður að mestum hluta innheimtingu veiðgjalds sé óskiljanlegt frá hagfræðilegu sjónarmiði. Skattaheimta af þessu tagi er mun hagkvæmari en önnur skattheimta (líkt og tekjuskattur eða auðlegðarskattur sem hafa neikvæða hliðaráhrif. Hið sama gegnir ekki um auðlindaskatt, því þrátt fyrir hóflegt gjald er eftir sem áður er sami fiskur veiddur úr sjó — með sem minnstum tilkostnaði. Á sama tíma letur tekjuskattur fólk til vinnu og auðlegðarskattur hefur neikvæð áhrif á fjárfestingu).

Af fréttum að dæma myndi þessi ákvörðun þýða 10 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð næstu tvö árin.

Um þetta segir forstætisráðherrann hér m.a.

„Tilbúningurinn um tannlækningarnar er svo settur í samhengi við annan skáldskap, þann að verið sé að fella niður öll veiðigjöld. Það er ekki verið að fella niður veiðigjöldin heldur fresta gildistöku breytingar á veiðigjöldunum….“

Nú vandast málið. Því í sama vettfangi les ég á rúv hér m.a.

„LÍÚ fagnar nýju frumvarpi sjávarútvegsráðherra um lækkun veiðigjalda. Framkvæmdastjórinn segir það vera skýra yfirlýsingu um að þau lög sem fyrri ríkisstjórn setti um veiðigjaldið verði afnumin.“

Forsætisráðherrann nýbakaði virðist hafa á réttu að standa? Það er einhver vísvitandi að dreifa röngum upplýsingum? Hver?

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur