Miðvikudagur 26.06.2013 - 15:11 - FB ummæli ()

Bunker mentality og Sigmundur Davíð

Af einhverjum ástæðum kom enska orðið „bunker mentality“ upp í hugann þegar ég sá grein forsætisráðherra um „fyrsta mánuð loftárása.“ Þetta er dálítið sérkennileg hugvekja Sigmundar Davíðs um fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna um hann sjálfan sem hann líkir við loftárásir.

Bunker þýðir loftvarnarbyrgi. Enska orðabókaskilgreining á „bunker mentality“ er:

„An attitude of extreme defensiveness and self-justification based on an often exaggerated sense of being under persistent attack from others.“

Ég sé að nafni hans uppí Hádegismóum klappar á svipaðan stein í dag sem kemur ekki á óvart (og ég sé að menntamálaráðherra er önnum kafinn við að kippa þessu í lag með því að breyta lögum um Ríkisútvarpið til að fá þar pólitíska yfirstjórn skipaða af Alþingi, sem ku vera svo lýðræðislegt, en þetta mun vera liður í loftvarnaraðgerðum ríkisstjórnarinnar).

En sumsé spurningin er: Kann einhver á þessu enska orði áferðafallega íslenska þýðingu? Mig grunar að notkun þessa orðs kunni að aukast mjög á komandi misserum og því eins gott að maður sé með tungumálið á hreinu og þurfi ekki að menga málið með ensku slettum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur