Mánudagur 24.02.2014 - 16:09 - FB ummæli ()

Að segja satt

Einhvern veginn finnst mér þessi úrdráttur úr frétt RÚV ramma ágætlega inn umræðuna um að slíta viðræðum við ESB sem mér sýnist ansi mikill hiti um uppá Íslandi.

„Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, kallaði þetta ein stærstu svik í íslenskum stjórnmálum. Birgir Ármansson, hefur hins vegar sagt að þetta séu ekki svik, heppilegra hefði þó verið að orða hlutina með öðrum hætti í aðdraganda kosninga en að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.“

Sjá hér.

Það er í sjálfu sér lítið um það að segja þótt tveir flokkar sem eru andsnúnir ESB vilji slíta viðræðum við það samband. Fyrir því eru ágætis rök. En þá áttu þeir ekki að fara í kosningar og lofa fólki að það fengi að kjósa um málið, því bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkur voru skýrir í þeim málflutningi að því er ég best get séð, bæði í auglýsingum og málflutningi forystumanna. Ekkert hefur breyst síðan þetta loforð var gefið.

Mér sýnist þetta mál því einfaldlega snúast um hvort það sé réttlætanlegt að skrökva til að ná kosningu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur