Miðvikudagur 07.05.2014 - 19:03 - FB ummæli ()

Enn lækka þeir veiðigjöldin

Nú er nær ár liðið síðan ríkisstjórnin tók við. Enn bólar ekkert á hinum margboðuðu skuldaniðurfellingum. Síðast þegar forsætisráðherra var spurður átti það að vera jafn einfalt og að panta pítsu, og hægt væri að skila inn pöntunum 15. Maí. Nú virðist málið vera að daga uppi á Alþingi (sjá hér).

Á sama tíma sé ég þess engin merki að á döfinni sé lagasetning um að aflétta gjaldeyrishöftum, nú heilu ári eftir að ríkisstjórnin tók við.  (Á hinn bóginn virðist voða mikilvægt að skipa nefnd til að krukka í lagasetningu um að fjölga seðlabankastjórum. Til hvers?).

Hvað er þessi ríkisstjórn þá eiginlega búin að gera?

Jú henni lá ógurlega mikið á að lækka skatta á útgerðarmenn á síðasta sumarþingi um marga milljarða króna. Áður en nokkuð annað var gert. Þetta var fyrsta málið. Númer eitt. Og nú er útlit fyrir að svo lítill tími sé eftir á Alþingi að öllum helstu málum ríkisstjórnarinn verði frestað. Nema einu. Og hvaða mál ætli það nú sé?

Jú aftur þá stór liggur á því að lækka veiðigjöld á útgerðarmenn enn frekar. Um marga milljarða í viðbót (sjá hér bls 13).

Mér skilst að það sé methagnaður í útgerðinni um þessar mundir.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur