Færslur fyrir maí, 2016

Þriðjudagur 31.05 2016 - 11:25

Davíð, hefur þú enga sómakennd?

Var að horfa á kappræður Davíðs og Guðna Th. á netinu í gærkvöldi. Pólitísk eftirmæli Davíðs Oddssonar verða líklega spurning Guðna Th. til hans: „Davíð, hefur þú enga sómakennd?“ Davíð var auðvitað fyrir löngu búinn að svara spurningunni sjálfur með örvæntingafullum tilraunum til að flækja Guðna Th. — grandvarann, heiðalegan, hófstilltan fræðimann ofan úr Háskóla […]

Sunnudagur 29.05 2016 - 20:08

Góðir menn: Andri Snær og Guðni Th.

Mér líst vel á forsetakosningarnar upp á Íslandi. Mér finnst bæði Andri Snær og Guðni Th. bjóða upp á skemmtilega sýn á embættið, án þess að vilja gera lítið úr öðrum frambjóðendum. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við þá báða, er að þeir eru grúskarar, vel skrifandi og mælskir. Fyrst og fremst koma þeir […]

Þriðjudagur 10.05 2016 - 19:34

Ólafur og Davíð

Ég er satt best að segja all nokkuð feginn því að ÓRG hafi dregið framboð sitt til baka. Ekki vegna þess að ég hefði svo miklar áhyggjur af því að hann yrði við völd önnur fjögur ár — held að hann hefði leyst ágætlega úr því, hann hefur átt góða spretti og aðra síðri á löngum […]

Sunnudagur 08.05 2016 - 14:41

Ómissandi menn

Þetta verða sannarlega skemmtilegar forsetakosningar, nú þegar Davíð Oddsson hefur líka ákveðið að taka slaginn. Bæði Ólafur og Davíð eiga giska hálfrar aldar feril í stjórnmálum og ekki annað hægt en að dáðst að dugnaðnum og fórnfýsinni fyrir land og þjóð. Báðir hafa þeir átt stóra sigra, og önnur augnablik sem ekki hafa verið sérlega […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur