Þriðjudagur 10.05.2016 - 19:34 - FB ummæli ()

Ólafur og Davíð

Ég er satt best að segja all nokkuð feginn því að ÓRG hafi dregið framboð sitt til baka. Ekki vegna þess að ég hefði svo miklar áhyggjur af því að hann yrði við völd önnur fjögur ár — held að hann hefði leyst ágætlega úr því, hann hefur átt góða spretti og aðra síðri á löngum ferli. En ég held að hann hefði tapað, því framboðið hefði verið veikt. Tilhugsunin var ekki skemmileg að horfa upp á ÓRG enda glæsilegan 50 ára stjórnmálaferil þannig. Held að þetta hafi verið miklu betri útkoma fyrir alla. Annars grunar mig að Davíð Oddsson hafi litla sem enga möguleika. Ég átta mig ekki á því afhverju hann er að ana út í þetta framboð? Mig minnir að það hafi verið haft eftir einhverjum íslenskum stjórnmálamanni um miðja síðustu öld að tvennt væri erfiðast í pólitík, að byrja og að hætta. ÓRG las stöðuna rétt, en ég held að Davíð hafi misst jarðsamband.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur