Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Mánudagur 03.10 2016 - 18:10

Brunaútsala ríkiseigna korteri fyrir kosningar

Það er stórfurðulegt að fram fari einhver umfangsmesta sala á eignum ríkisins á síðari tímum korteri fyrir kosningar. http://kjarninn.is/skyring/2016-10-03-umfangsmikil-eignasala-rikisins-i-fullum-gangi/ Henni virðist handstýrt úr Fjármálaráðuneytinu af fólki sem Bjarni Benediktsson hefur handvalið í gegnum Lindarhvol. Hvernig er staðið að eftirliti með þessari sölu? Hvað kemur í veg fyrir að Borgunarmálið endurtaki sig og önnur viðlíka hneyksli? Ennþá […]

Fimmtudagur 30.06 2016 - 00:38

Ættarmót í Nice og hugmynd að nýjum íslenskum samkvæmisleik

Ég setti inn færsluna hérna að neðan inná fésbókina rétt áðan eftir að koma frá Frakklandi að horfa á hinn sögufræga leik við England, og fékk nokkur skemmtileg viðbrögð, þar á meðal góða hugmynd um nýjan samkvæmisleik íslenskan, sjá neðst á síðunni hérna: … Smá saga úr USA og Frakklandi sem tengist íslenskum fótbolta eins […]

Miðvikudagur 15.06 2016 - 14:20

Varúð: Birgi Þór svarað III

Líklega á ég ekki eftir að hafa til þess orku að svara öllum greinarskrifum sem Birgir Þór beinir til mín, hér, hér og hér, vegna upphaflegu færslu minnar hér, um þrjátíu viðtöl Davíðs við sjálfan sig, og svo svör mín til Birgis Þórs hér og hér. Ekki ætla ég sosum að mæla með því við nokkurn mann að […]

Fimmtudagur 09.06 2016 - 20:42

Varúð: Birgi Þór svarað aftur

Ekki veit ég hvort nokkur nenni að lesa mikið um gjaldþrot Seðlabanka Íslands (og því set ég varnaðarorð í titil bloggsins!), en ég sé að Birgir Þór beinir til mín skeyti hérna og nokkrum spurningum. Þetta gjaldþrot hefur komið upp vegna framboðs Davíðs Oddssonar til forseta en hann var auðvitað seðlabankastjóri þegar hundruðir milljarða töpuðust í […]

Þriðjudagur 07.06 2016 - 13:45

Svar til Birgis Þórs og nokkrir minnispunktar um fund

Mér sýnist að mörgu leiti það vera að gerast sem ég spáði þegar Davíð fór í framboð. Að framboð Davíðs myndi að mestu snúast um fortíðina en ekki framtíðina. Það er óneitanlega óheppilegt að umræður um forsetakosningar — sem eiga að snúa að því hvernig land við viljum byggja — snúist þess í stað um […]

Sunnudagur 05.06 2016 - 17:24

30 viðtöl Davíðs Oddssonar við sjálfan sig

Þegar ég var táningur að skríða upp í tvítugt vann ég á dagblaði, sumarið 1994, sem hét Eintak. Líklega muna fáir eftir því, en þar vann margt eðal fólk eins og til dæmis Andrés Magnússon, Gunnar Smári Egilsson, Jón Kaldal, Björn Malquist, Gerður Kristný , Egill Helgason, Glúmur Baldvinsson, Björn Ingi Hrafnsson, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, […]

Þriðjudagur 31.05 2016 - 11:25

Davíð, hefur þú enga sómakennd?

Var að horfa á kappræður Davíðs og Guðna Th. á netinu í gærkvöldi. Pólitísk eftirmæli Davíðs Oddssonar verða líklega spurning Guðna Th. til hans: „Davíð, hefur þú enga sómakennd?“ Davíð var auðvitað fyrir löngu búinn að svara spurningunni sjálfur með örvæntingafullum tilraunum til að flækja Guðna Th. — grandvarann, heiðalegan, hófstilltan fræðimann ofan úr Háskóla […]

Sunnudagur 29.05 2016 - 20:08

Góðir menn: Andri Snær og Guðni Th.

Mér líst vel á forsetakosningarnar upp á Íslandi. Mér finnst bæði Andri Snær og Guðni Th. bjóða upp á skemmtilega sýn á embættið, án þess að vilja gera lítið úr öðrum frambjóðendum. Það sem mér finnst einna skemmtilegast við þá báða, er að þeir eru grúskarar, vel skrifandi og mælskir. Fyrst og fremst koma þeir […]

Þriðjudagur 10.05 2016 - 19:34

Ólafur og Davíð

Ég er satt best að segja all nokkuð feginn því að ÓRG hafi dregið framboð sitt til baka. Ekki vegna þess að ég hefði svo miklar áhyggjur af því að hann yrði við völd önnur fjögur ár — held að hann hefði leyst ágætlega úr því, hann hefur átt góða spretti og aðra síðri á löngum […]

Sunnudagur 08.05 2016 - 14:41

Ómissandi menn

Þetta verða sannarlega skemmtilegar forsetakosningar, nú þegar Davíð Oddsson hefur líka ákveðið að taka slaginn. Bæði Ólafur og Davíð eiga giska hálfrar aldar feril í stjórnmálum og ekki annað hægt en að dáðst að dugnaðnum og fórnfýsinni fyrir land og þjóð. Báðir hafa þeir átt stóra sigra, og önnur augnablik sem ekki hafa verið sérlega […]

Höfundur

Gauti Eggertsson
Prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum. Heimasíða: http://www.econ.brown.edu/fac/Gauti_Eggertsson
RSS straumur: RSS straumur