Færslur fyrir mars, 2010

Sunnudagur 28.03 2010 - 07:00

Karlar og konur

Unfanfarin ár hef ég leyft mér að kalla sjálfan mig feminista – nokkuð sem ég er sífellt sannfærðari um í ljósi þeirrar skilgreiningar að sá sé feministi sem viðurkennir að jafnrétti sé ekki náð og vilji gera eitthvað í því. Ekki er ég viss um að konurnar í mínu lífi viðurkenni það allar – en […]

Sunnudagur 21.03 2010 - 23:02

Fasbók og vefurinn framar Veðurstofunni

Ég frétti af eldgosinu við Eyjafjallajökul í nótt um kl. 00:50 á sjónvarpsskjá Ríkisútvarpsins rétt áður en ég ætlaði að slökkva. Það sýnir mér að almannavarnarhlutverk RÚV er ekki hjóm eitt eins og stundum er talið. Áhugavert er þó að fara yfir hvernig fréttastreymi var af gosinu. Það, sem virðist standa upp úr, er að hið […]

Sunnudagur 14.03 2010 - 23:00

Tökum gerendur úr umferð

Þegar ég var kominn langleiðina með að ljúka laganámi við Háskóla Íslands fyrir um fimmtán árum kom gestakennari frá Bandaríkjum Norður-Ameríku sem kenndi valnámskeið við lagadeildina sem mig minnir að hafi heitið feminískar lagakenningar. Ég sat að vísu ekki námskeiðið en hafði nokkra hugmynd um inntak þess – þ.e. feminískur sjónarhóll á hefðbundnar greinar á […]

Þriðjudagur 09.03 2010 - 22:05

Bönnum Hells Angels – áður en skaðinn er skeður

Gamalt máltæki kveður á um að byrgja skuli brunninn áður en barnið er dottið ofan í. Síðdegis í dag birtist frétt um að Dönum þætti ekki fært út frá sinni stjórnskipan að banna starfsemi félagasamtakanna Hells Angels. Ég óttast að lögfræðingar hérlendis dragi sömu ályktun um íslensk lög og aðstæður að því er varðar íslenskt samfélag; ég er m.ö.o. hræddur um […]

Mánudagur 08.03 2010 - 21:58

Stríð gegn stúlkubörnum

Á þessum viðurkennda alþjóðabaráttudegi fyrir réttindum kvenna er umfjöllunarefni þessarar greinar í The Economist áhyggjuefni – jafnt fyrir konur og aðra sem bera hag þeirra fyrir brjósti.   Yfir 20% fleiri drengir en stúlkur Eigum við aðeins að huga að þeim konum sem lifa – eða einnig að hugsa um ófædd stúlkubörn og samfélagið allt? […]

Fimmtudagur 04.03 2010 - 23:35

„Your country needs you“

Finnst þér allt í lagi hvernig íslenskt samfélag er og hefur verið – eða vilt þú breyta einhverju? Eftir hálfan annan sólahring göngum við, íslenska þjóðin, til atkvæðagreiðslu – fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í fullvalda og sjálfstæðu ríki, í heilan mannsaldur. Um leið og ég hvet alla atkvæðisbæra borgara til þess að mæta og greiða atkvæði – með, á […]

Þriðjudagur 02.03 2010 - 22:00

„örlítið meiri diskant“

Fullveldi er stjórnskipulegt, lögfræðilegt hugtak. Sjálfstæði er pólitískt fyrirbæri. Ég veit að þetta er ekki vinsæl skoðun nú þegar Icesave-deilan stendur enn yfir – en ég hef lengi haft þessa skoðun: Afsölum okkur aðeins meira fullveldi – í því skyni að fá mun meira sjálfstæði. Við höfum verið auka-aðilar að Evrópusambandinu (ESB) í 15 ár; […]

Mánudagur 01.03 2010 - 23:59

Enginn verður óbarinn…

Ég geng ósár frá leik. Eftir innanflokksprófkjör Framsóknarflokksins hér í Kópavogi um helgina á ég fleiri vini og samherja en áður – og enga óvini svo ég viti. Auk þess er ég reynslunni ríkari. Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig – bæði vinum, frábæru stuðningsfólki, góðum ráðgjöfum, fjölmörgum kjósendum og ýmsum öðrum.   Drengileg barátta Ég vona […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur