Miðvikudagur 25.05.2011 - 23:59 - FB ummæli ()

Nú er tækifærið

Gaman er að vita til þess að mikill fjöldi erinda hefur borist stjórnlagaráði. Sjálfur er ég enn á eftir með lesturinn – enda er þetta hörkuvinna – en mun lesa þau öll; erindin berast í viðeigandi nefnd og fá umfjöllun þar ef ekki svar.

Á morgun er mikilvægur fundur í stjórnlagaráði þar sem meginatriði varðandi stjórnskipun landsins – þingræði – og afar góðar tillögur um breytingar á mannréttindakafla verða tekin fyrir.

Beitið ykkur!

Nú þegar líður að því að skammur starfstími stjórnlagaráðs verði hálfnaður vil ég þó brýna almenning, svo og hagsmunaaðila og hugsjónasamtök, til þess að senda sem fyrst viðeigandi nefnd erindi um hugðarefni sín og umbótatillögur varðandi stjórnarskrá – og fylgja því gjarnan eftir við fulltrúa í stjórnlagaráði – eftir atvikum með ósk um fund með fulltrúm ráðsins.

Þú tryggir ekki – góða stjórnarskrá – eftirá.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur