Miðvikudagur 03.08.2011 - 20:00 - FB ummæli ()

Yfirráðasvæði (3. gr.)

Í 3. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins segir:

Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk íslenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum.

Um þetta er lítið fjallað í gildandi stjórnarskrá þó að vikið sé að landi og landhelgi þar í öðru sambandi.

Fyrri málsliðurinn á m.a. að árétta einingu ríkisins þannig að tiltekinn hluti landsins verði ekki skilinn frá Íslandi. Þá gæti hluti íbúa ekki „lýst yfir sjálfstæði“ eins og fyrir kom á 20. öld í stærri og síður einsleitum ríkjum, t.d. í Evrópu. Til slíkra breytinga þyrfti m.ö.o. stjórnarsrkrárbreytingu.

Síðari málsliðurinn er ekki alveg tilefnislaus enda var fyrsta útfærsla landhelginnar fyrir um 60 árum formlega ákveðin í reglugerð af ráðherra en nú þykir það sjálfsögð regla í stjórnlagafræði að meiri háttar ákvarðanir handhafa ríkisvalds séu teknar með lögum – ef ekki stjórnarskrárbreytingu, sbr. fyrri málsliðinn.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur