Fimmtudagur 04.08.2011 - 20:00 - FB ummæli ()

Ríkisborgararéttur (4. gr.)

Í 4. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Rétt til íslensks ríkisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með íslenskt ríkisfang. Ríkisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.

Engan má svipta íslenskum ríkisborgararétti.

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að vísa þeim úr landi.

Þetta ákvæði 4. gr. varð einnig meira álitamál en ég átti von á. Í gildandi stjórnarskrá er fjallað um ríkisborgararétt með þeim hætti að löggjafinn ákveði hverjir séu eða verði ríkisborgarar; aðeins er formreglu þar að finna – en enga efnisreglu. Löggjafinn ákveður þannig ríkisborgararétt – annað hvort almennt eða með sérstökum lögum.

Tvö mikilvæg nýmæli er því að finna í þessu stjórnarskrárfrumvarpi:

  1. Sett er inn efnisregla um að ætterni veiti ríkisborgararétt á Íslandi.
  2. Fellt er brott ákvæði um að íslenskur ríkisborgari gæti misst rétt sinn sem slíkur ef hann samþykki að gerast ríkisborgari í öðru ríki; ástæðan er vafalaust sú að nú er ekki sama hætta á ófriði milli ríkja og að sjálfsagt sé að stuðla að friði og flæði milli þjóða.

Hins vegar felldi stjórnlagaráð breytingartillögu um að fólk gæti [sjálfkrafa samkvæmt stjórnarskrá] öðlast ríkisborgararétt hérlendis með því að fæðast hér (l. jus soli). Þannig er  haldið fast í þá meginreglu (l. jus sanguinis) að ætterni frekar en fæðingarstaður sé ráðandi  um ríkisfang. [Ekkert er hins vegar því til fyrirstöðu að lög kveði á um slíkan rétt við fæðingu í landinu.]

Þessu má þó [sem sagt] breyta með lögum, ákveði Alþingi annað.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur