Mánudagur 08.08.2011 - 23:08 - FB ummæli ()

Mannleg reisn (8. gr.)

Í 8. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna ákvæði sem hafði marga stuðningsmenn innan og utan stjórnlagaráðs og líklega fáa andmælendur nema hvað sumum fannst slíkt ákvæði ekki alveg nægilega „konkret“ til að vera í stjórnarskrá:

Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna.

Mannleg reisn er friðhelg

Fyrirmynd fyrri málsliðarins um réttinn til að lifa með reisn er m.a. sótt í 1. gr. þýsku stjórnarskrárinnar, sem á sér allmarga aðdáendur meðal ráðsliða sem fleiri, en þar segir að mannleg reisn sé friðhelg; atburðir í síðari heimsstyrjöldinni og fyrir hana voru vitaskuld brýnt tilefni til þess að hefja ný stjórnskipunarlög á slíkri grunnreglu.

Þó að það sé ekki tekið fram í þessu ákvæði (eins og gert er í mörgum öðrum frumvarpsákvæðum um að tryggja skuli tiltekin markmið með lögum) felast í orðalaginu um að öllum skuli tryggður réttur til að lifa með reisn samsvarandi skyldur á hendur mörgum aðilum, svo sem

  • löggjafanum,
  • handhöfum framkvæmdarvald,
  • eftir atvikum handhöfum dómsvalds og
  • ekki síst handhöfum fjárstjórnarvaldsins – þ.e. Alþingi og sveitarstjórnum –
  • svo og eftir atvikum á hendur öðrum, sbr. t.d. 5. gr. og 9. gr.

Virða skal fjölbreytileika mannlífsins

Síðari málsliðurinn um að virða margbreytileika mannlífsins finnst mér sérstök ástæða til þess að árétta í kjölfar hinsegin daga og ekki síst eftir fjöldamorðin í Noregi 22. júlí sl. og nær 10 árum eftir árásirnar á Tvíburaturnana 11. september 2001. Væntanlega þarf ekki að fjölyrða um það.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur