Mánudagur 05.09.2011 - 21:09 - FB ummæli ()

Dýravernd (36. gr.)

Í 36. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.

Réttur dýra – mannanna vegna?

Í gildandi stjórnarskrá er ekkert fjallað um dýravernd – fremur en umhverfisvernd yfirleitt.

Sjálfur var ég efins framan af hvort slíkt ákvæði ætti erindi í stjórnarskrá – einkum í kafla um mannréttindi en eftir að orðalagið var lagað í kjölfar ábendinga sérfræðinga og kaflaheitinu breytt í „Mannréttindi og náttúra“ gat ég vel fellt mig við dýraverndarákvæði í stjórnarskrá enda voru efasemdir mínar ekki eins sterkar og áhugi þeirra, sem vildu hafa slíkt ákvæði. Innsend erindi hvöttu mörg til þess og rökstuddu að lögum um dýravernd væri ekki nægilega fylgt; þó að stjórnarskrárákvæði breyti því ekki sjálfkrafa er hugsanlegt að stjórnarskrárvernd gefi hagsmunum sem þessum aukið vægi þannig að handhafar framkvæmdar- og dómsvalds fái meiri hvata til þess að framfylgja settum lögum um dýravernd.

Það er svo löggjafans að útfæra þetta nánar eins og raunar er gert í gildandi lögum.

Í skýringum skrifstofu stjórnlagaráðs með stjórnarskrárfrumvarpinu segir m.a.:

Umgengni mannsins við dýr tengist siðferði hans sjálfs, sem stjórnarskrá hlýtur að láta sig varða, þótt með óbeinum hætti sé. Ill meðferð á dýrum er í andstöðu við þær meginreglur sem stjórnarskrá Íslands er byggð á. Um þetta er oft vitnað í Mohandas Gandí sem sagði að sið­ menningu manna og framfarir mætti ráða af því hvernig þeir koma fram við dýr.

Ensk þýðing komin á vefinn

Til gamans má geta þess að ensk þýðing stjórnarskrárfrumvarpsins hefur nú verið birt á vef stjórnlagaráðs en hún var gerð* fyrir tilstilli Stjórnarskrárfélagsins sem hefur verið ötulasti bakhjarl stjórnlagaráðsins frá upphafi.

Þar er 36. gr. þýdd með þessum orðum:

The protection of animals against maltreatment as well as animal species in danger of extinction shall be ensured by law.

* Leiðrétting 7.9.’11: Umrædd þýðing er ekki á vegum Stjórnarskrárfélagsins.
** Felld brott 11.10.’17.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur