Miðvikudagur 07.09.2011 - 23:28 - FB ummæli ()

Friðhelgi (Alþingis) (38. gr.)

Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir:

Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi.

Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna.

Vildi breyta „friði“ í „öryggi“

Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli hafa oftúlkað mjög og höfðað sakamál á alröngum grunni vegna brots sem nálgast landráð í stað þess að ákæra fyrir húsbrot og minniháttar ofbeldi eins og sakfellt var fyrir í héraðsdómi; ítarleg rök mín má lesa hér.

Þessi afstaða naut ekki nægileg stuðnings og er rök meirihlutans að finna hér í stuttu máli:

Rætt var hvort orðið „öryggi“ ætti að vera inni í þessari grein, hugsanlega í staðinn fyrir „frið“. Fallið var frá því þar sem orðið þótti of þröngt. Þá hafa myndast fordæmi fyrir túlkun greinarinnar sem ekki þykir ástæða til að raska.

Fátt friðheilagt samkvæmt stjórnarskrá

Aðeins

  • Alþingi,
  • eignarrétturinn og
  • einkalíf

njóta „friðhelgi“ samkvæmt gildandi stjórnarskrá en auk þess er vörn alþingismanna gegn ákæru, gæsluvarðhaldi og meiðyrðamálum samkvæmt stjórnarskrárfrumvarpinu þar nefnt friðhelgi.

Um tíma var hins vegar í áfangaskjalistjórnarskrárfrumvarpinu rætt um að náttúra Íslands væri friðhelg – auk þess sem þar er kveðið á um að öllum beri að virða hana og vernda eins og áður er vikið lauslega að. Þótti varhugavert að kveða á um fortakslausa friðhelgi náttúru Íslands þar sem sammæli er væntanlega um að hana megi nýta á sjálfbæran og skynsamlegan hátt eins og hér má lesa um.

Flokkar: Óflokkað
Efnisorð: , , , , , , , ,

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur