Færslur með efnisorðið ‘Skattlagningarvald’

Sunnudagur 13.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði sveitarfélaga (105. gr.)

Í 105. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fyrsta ákvæðið af fjórum – að mestu nýjum – ákvæðum um sveitarfélög í sérstökum kafla um þau; í 2. mgr. er mikilvægt nýmæli að finna, sbr. nánar hér að neðan. Í 105. gr. segir: Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og […]

Mánudagur 10.10 2011 - 23:59

Skattar (71. gr.)

Í 71. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né taka af nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik […]

Laugardagur 08.10 2011 - 23:59

Greiðsluheimildir (69. gr.)

Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 23:58

Framkvæmd undirskriftarsöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu (67. gr.)

Í 67. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ekki aðeins að finna útfærslur á tveimur síðustu ákvæðum sem skrifað var um – eins og fyrirsögnin gæti bent til – heldur einnig mikilvægar takmarkanir á og skilyrði fyrir hvoru tveggja, þ.e. heimildum 10% kjósenda til þess að skjóta nýlegri löggjöf til þjóðarinnar  annars vegar og óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um […]

Fimmtudagur 29.09 2011 - 23:59

Staðfesting laga (60. gr.)

Í 60. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs eru nokkur nýmæli – þó ekki þau sem sumir hefðu e.t.v. búist við enda er ekki hreyft efnislega við málskotsrétti forseta Íslands varðandi samþykkt lagafrumvörp frá Alþingi: Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp undirritar forseti Alþingis það og leggur innan tveggja vikna fyrir forseta Íslands til staðfestingar, og veitir undirskrift hans því […]

Sunnudagur 25.09 2011 - 23:59

Flutningur þingmála (56. gr.)

Í 56. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórn hefur samþykkt. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forseti lýðveldisins geti látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og „annarra samþykkta“ […]

Þriðjudagur 23.08 2011 - 23:59

Heilbrigðisþjónusta (23. gr.)

Í 23. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Fyrri málsgreinin er nýmæli – í samræmi við alþjóðamannréttindareglur sem Ísland hefur undirgengist. Raunar hafði ég eins og fleiri í stjórnlagaráði og […]

Þriðjudagur 02.08 2011 - 20:17

Handhafar ríkisvalds (2. gr.)

Þessi grein í nýja stjórnarskrárfrumvarpinu okkar kom mér aðeins á óvart að því leyti hvað mikill ágreiningur varð um hana í ferlinu en ég taldi hana nokkuð sjálfsagða – þ.e. að telja upp helstu handhafa ríkisvalds – fyrir utan að þarna hefði að mínu mati gjarnan mátt tilgreina tvo mikilvæga þætti ríkisvalds sem fram koma síðar […]

Föstudagur 10.06 2011 - 21:10

Fimmskipting ríkisvaldsins

Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]

Miðvikudagur 11.05 2011 - 23:55

Hvernig efla skal Alþingi

Á morgun, fimmtudag, verður í stjórnlagaráði umræða um verkefni okkar í valdþáttanefnd (B), sem fjallar um löggjafarvaldið og framkvæmdarvaldið – þ.m.t. hlutverk og stöðu forseta. Fyrir utan stutta skýrslu frá nefnd um dómsvaldið o.fl. (C) og afgreiðslu á breyttum tillögum nefndar um mannréttindi o.fl. (A) verður þetta aðalefni fundarins: Tillögur um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur