Færslur með efnisorðið ‘Utanríkismál.’

Miðvikudagur 23.11 2011 - 23:59

Ákvæði til bráðabirgða

Að síðustu vil ég í pistli þessum nr. 115 á jafnmörgum dögum (eða öllu heldur kvöldum) greina ákvæði til bráðabirgða í stjórnarskrárfrumvarpi stjórnlagaráðs en þar segir: Þrátt fyrir ákvæði 10. mgr. 39. gr. nægir samþykki einfalds meirihluta atkvæða á Alþingi til að breyta lögum um kosningar til Alþingis til samræmis við stjórnarskipunarlög þessi eftir að þau […]

Sunnudagur 20.11 2011 - 23:59

Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum (112. gr.)

Í 112. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert […]

Laugardagur 19.11 2011 - 23:59

Framsal ríkisvalds (111. gr.)

Í 111. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér […]

Föstudagur 18.11 2011 - 23:59

Þjóðréttarsamningar (110. gr.)

Í 110. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra gerir þjóðréttarsamninga fyrir hönd Íslands. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á landi, innsævi, landhelgi, efnahagslögsögu eða landgrunni, eða kalla á breytingar á landslögum, eða eru mikilvægir af öðrum ástæðum, nema samþykki Alþingis komi til. Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt […]

Fimmtudagur 17.11 2011 - 23:59

Meðferð utanríkismála (109. gr.)

Í 109. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis. Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál. Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í […]

Föstudagur 04.11 2011 - 23:59

Skipun embættismanna (96. gr.)

Í 96. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nokkuð ítarlegt ákvæði – um mjög mikilvægt mál sem því var rætt í þaula í stjórnlagaráði; þar er þrenns konar reglur að finna: Hverjir eru bærir til þess að veita embætti, þ.e. hver hefur vald til þess að ákveða hver fái æðstu störf á vegum ríkisins (bærnireglur). Hvaða […]

Þriðjudagur 01.11 2011 - 23:59

Upplýsinga- og sannleiksskylda (93. gr.)

Í 93. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Upplýsingar […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:59

Ríkisstjórn (87. gr.)

Í 87. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ríkisstjórn – sem er eiginlega nýmæli í stjórnarskrá! Þar segir: Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal […]

Fimmtudagur 06.10 2011 - 23:58

Framkvæmd undirskriftarsöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu (67. gr.)

Í 67. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ekki aðeins að finna útfærslur á tveimur síðustu ákvæðum sem skrifað var um – eins og fyrirsögnin gæti bent til – heldur einnig mikilvægar takmarkanir á og skilyrði fyrir hvoru tveggja, þ.e. heimildum 10% kjósenda til þess að skjóta nýlegri löggjöf til þjóðarinnar  annars vegar og óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur