Færslur fyrir nóvember, 2009

Mánudagur 30.11 2009 - 22:27

Skýringin á ummælum Steingríms

Allir sem vel hafa fylgst með stjórnmálum undanfarið rúmt ár hafa líklegast tekið eftir því að fjölmargir stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn hafa stanslaust verið að skipta um skoðun á öllum mögulegum málum, hvort sem það er ESB aðild eða Icesave málið. Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn andsnúinn ESB aðild meginhluta árs 2008 og hlynntur einhverskonar samningsleið varðandi Icesave, […]

Sunnudagur 29.11 2009 - 12:30

Aftaka millistéttarinnar

Ætli ég sé ekki bara af þessari svokölluðu millistétt á Íslandi? Ég er millistjórnandi hjá ríkinu og fyrir hrun var afkoman að mínu mati þokkaleg, þótt ekki haldi ég að fólk í svipuðum stöðum hjá einkafyrirtækjum hafi viljað skipta við mig á starfi. Ég kláraði háskólanám og fer langt með að skáka Georgi Bjarnfreðarsyni hvað […]

Laugardagur 28.11 2009 - 09:40

Ættgöfgi og erfðaveldi…

Ég er „ættsnauður“ maður í skilningi stjórnsýslu og stjórnmála. Ég væri hins vegar „ættgöfugur“ hefði ég haft vit á því – líkt og flestir Íslendingar – að halda mig við þá stjórnmálaflokka, sem nær allt mitt kyn tilheyrir og hefur tilheyrt undanfarin 50-60 ár, þ.e.a.s. VG og Samfylkingar. Já, í dag ætti ég svo sannarlega […]

Mánudagur 16.11 2009 - 20:01

Tangarhald ríkisstjórnarinnar á BSRB

Það er hreint með ólíkindum hvaða tangarhald vinstri stjórnin virðist hafa á stjórn BSRB. Aðildarfélög sambandsins eru 27 og aðildarfélagar um 20.000 manns og hlutverk sambandsins er að verja hagsmuni sinna félaga, en er sambandið að gera það? Að mínu mati er þessu því miður ekki þannig farið, heldur hljóma yfirlýsingar BSRB líkt og blaðafulltrúi […]

Föstudagur 13.11 2009 - 18:01

Sturla Böðvarsson hagar sér líkt og fíll í postulínsbúð…

Grein Sturlu Böðvarssonar hefur vakið reiði margra sjálfstæðismanna, sérstaklega þeirra sem styðja ESB aðildarviðræður, og hafa nokkrir þeirra hringt í mig í dag af þessum sökum. Allir veltum við sömu spurningunum fyrir okkur: hvað vakir fyrir þingmanninum fyrrverandi, vill hann kljúfa flokkinn, hversvegna hagar hann sér líkt og fíll í postulínsbúð? Ég geri ráð fyrir […]

Miðvikudagur 11.11 2009 - 05:44

Hugvekja fyrir breiðu bökin…

Mannskepnan er aðlögunarhæf skepna og deyr ekki ráðalaus. Þetta sést best í allskyns hörmungum, líkt og stríðum og náttúruhamförum. Undanfarið ár hefur dunið á okkur efnahagslegt ofsaveður. Afleiðingarnar eru ljósar, landið er stórskuldugt, efnahagslífið í rúst, atvinnuleysið gífurlegt, halli ríkissjóðs geigvænlegur og stór hluti fyrirtækja og heimila landsins stefnir í gjaldþrot. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessu […]

Mánudagur 09.11 2009 - 18:42

Handtekinn við Berlínarmúrinn…

Ég bjó í Austur-Berlín meira og minna í um eitt og hálft ár eða frá 1986 – 1988. Síðan var ég að flækjast milli Austur- og Vestur-Berlínar meira og minna þar til múrinn féll fyrir 20 árum síðan. Eitt sinn var ég á göngu með austurþýskri kærustu minni seint um kvöld, rétt hjá þar sem ég bjó, sem var ekki […]

Laugardagur 07.11 2009 - 20:05

Ofsóknir femínista

Ég hélt ég væri í rangri kvikmynd, þegar ég heyrði í Ríkisútvarpinu kröfu Guðnýjar Guðmundsdóttur, talskonu Femínistafélags Íslands, þar sem þess var krafist, að stjórn KSÍ ætti að segja af sér og víkja ætti fjármálastjóra sambandsins úr starfi sínu vegna þess að hann álpaðist inn á nektarklúbb í Zürich í Sviss. Líklega á stjórnin þó […]

Föstudagur 06.11 2009 - 08:14

Fylgjandi eða á móti?

Í nýlegri skoðanakönnun um fylgi við inngöngu í Evrópusambandið er auðsjáanlegt, að stór hluti fólks (17%) hefur ekki gert upp hug sinn varðandi þetta mikilvæga mál. Ég spyr: er þetta ekki bara fullkomlega eðlilegt þegar enginn samningur liggur fyrir? Langflestir vinir mínir telja eflaust, að ég væri í hópi þeirra 29 prósenta, sem styðja aðild, […]

Mánudagur 02.11 2009 - 19:37

ESB – hægri menn skoðið ykkar hug!

Það var áhugavert að sjá fréttaauka Ríkissjónvarpsins í gær, þar sem farið var áhrif ESB-aðildar fyrir hið fámenna eyríki Möltu. Ljóst er að aðild Möltu að ESB hefur haft mikil og góð áhrif þar í landi, þótt einhverjir hafi auðvitað tapað á aðildinni, t.d. fámennur hópur bænda. Það sem mesta athygli vakti hjá mér var, […]

Höfundur