Færslur fyrir desember, 2009

Fimmtudagur 31.12 2009 - 16:13

Árið er liðið í aldanna skaut…

Ánægjulegasti  viðburður ársins: Ánægjulegasti viðburður ársins er að mínu mati að Íslendingar sóttu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir okkur sem styðjum aðildarviðræður, heldur einnig fyrir andstæðinga viðræðna. Ég er einn þeirra, sem vonar að við náum góðum samningi og að við göngum í kjölfarið í Evrópusambandið. Þetta er hins vegar […]

Þriðjudagur 29.12 2009 - 20:12

Skúrkur ársins

Það var úr mörgum að velja þegar kom að skúrki ársins. Að lokum varð ég að velja milli nokkurra nafna, sem skoruðu þó öll mjög hátt. Björgólfur Thor Björgólfsson varð á endanum fyrir valinu. Ástæðan eru þær ótrúlegu skuldir, sem hann, pabbi hans og stjórnendur Landsbankans skilja eftir sig í formi Icesave-pakkans, sem fellur á […]

Mánudagur 28.12 2009 - 20:06

Hetja og hneyksli ársins

Hetja ársins: Mér tókst ekki einhvernvegin að finna þessa hetju ársins, fyrir utan hetjubragð Guðmundar Sesars sem bjargaði lífi tengdasonar síns í sjóslysi. En almennt séð eru hetjurnar þessir venjulegu Íslendingar. Þeir sem hafa verið sviknir af stjórnvöldum og bankastofnunum um árabil og eru enn sviknir og halda samt áfram að berjast. Ef þessi venjulega […]

Laugardagur 26.12 2009 - 09:48

Ríkið er ég…

Þegar ég las „Jólakveðju Steingríms J. Sigfússonar‟ var mér ljóst, að okkar ástkæri leiðtogi lítur á sjálfan sig og sinn flokk sem óskorað forystuafl þjóðarinnar. Það er góður réttur allra stjórnmálaleiðtoga að halda slíku fram. Steingrímur skrifar í ávarpi sínu að örlögin hagi því þó enn svo til, að þjóðin hafi ekki enn fullkomlega áttað […]

Föstudagur 25.12 2009 - 12:42

Urbi et Orbi

Ég veit ekki hvort ég er einn um að þykja einstaklega vænt um siði og hefðir Rómversk-kaþólsku kirkjunnar. Sem ungur maður gældi ég meira að segja við að ganga kaþólskunni á hönd. Af því varð þó ekki og er ég nú fullkomlega sáttur við að vera trúaður meðlimur í hinni Evangelísku lúthersku kirkjudeild. Ég neita […]

Miðvikudagur 23.12 2009 - 07:47

Atvinnuleysi innan ESB

Það hefur vakið athygli mína, að andstæðingar ESB fara oft mikinn þegar þeir tala um atvinnuleysi innan ESB. Þeir telja að við ESB aðild og upptöku evru munum við Íslendingar brátt sjá atvinnuleysistölur á borð þið það sem gerist á Spáni (10,6%), Grikklandi (10,4%) eða í Slóvakíu (18,25), Búlgaríu (15,0%), Eistlandi (10,5%), Lettlandi (11,4%), Litháen […]

Mánudagur 21.12 2009 - 09:55

Ættum við að loka á símsamband við útlönd?

Ég hef svolítið gaman af umræðunni um aðildarviðræður Íslendinga við ESB. Þetta minnir mig að mörgu leyti á þegar ég kom til Noregs í fyrsta skipti, en þá var ég 25 ára gamall að heimsækja móður mína, sem þá var þar búsett. Mér fannst yndislegt að koma til Noregs, en á þessum tíma var ég […]

Sunnudagur 20.12 2009 - 17:27

Fjársjóður Sjálfstæðisflokksins

Stór, og að því er mér virðist hálfpartinn óuppgötvaður, fjársjóður er fólginn í skýrslu endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins frá því í lok mars á þessu ári. Þarna er ekki aðeins að finna fjársjóð fyrir Sjálfstæðisflokkinn, heldur er þar leiðina að finna, sem við Íslendingar ættum að feta út úr kreppunni. Þar er að auki farið yfir þau […]

Laugardagur 19.12 2009 - 10:32

Reynum að rífa okkur upp úr volæðinu…

Ég er svo heppinn að eiga nokkra daga eftir af fríinu mínu og ákvað að taka mér 17 daga frí fram yfir áramót. Í fimm ár hefur mig dreymt um að taka mér áhyggjulítið lengra frí í kringum jól og áramót. Alltaf hefur eitthvað komið í veg fyrir það. Nú varð ég að fá smá […]

Miðvikudagur 16.12 2009 - 20:20

Svavar og Svandís – byltingin borðar börnin sín…

Nú láta aktívistarnir ekki nægja að leggjast á veginn, binda sig við vinnuvélar eða loka aðgönguleiðum að vinnusvæðum, heldur eru þeir farnir að vinna skemmdarverk á sendiráðum okkar erlendis. Skemmdarverkin á sendiráði okkar í Kaupmannahöfn eru líklega aðeins byrjunin á þessari döpru vegferð. Virðing þessara svokölluðu „aktívista“ fyrir hefðbundnum gildum, lögum og reglum er auðsjáanlega […]

Höfundur