Færslur fyrir apríl, 2010

Föstudagur 30.04 2010 - 07:42

Sjálfstæðisflokkurinn leiði breytingar

Stjórnmál er sú list að koma í veg fyrir að fólk taki þátt í því sem það varðar. La politique est l’art d’empêcher les gens de se méler ce qui les regarde. Ofangreind orð eru höfð eftir franska skáldinu Paul Valéry (1871-1945). Samkvæmt skoðanakönnunum undanfarna mánuði er Sjálfstæðisflokkurinn aftur stærsti flokkur landsins. Slíku trausti kjósenda […]

Fimmtudagur 29.04 2010 - 07:24

Fé án eða ásamt hirði…

Það er grátlegt að sjá hvernig græðgisvæðingin hefur leikið okkur Íslendinga á liðnum árum. Á forsíðu Morgunblaðsins er hægt að líta tvær fréttir er bera glöggt vitni um þá þróun er átti sér stað á nokkrum árum. Annars vegar er ég að tala um þá frétt, að stór hluti heimila við Eyjafjörð eigi í alvarlegum […]

Sunnudagur 25.04 2010 - 10:22

Umbylting íslenskrar stjórnskipunar

Það er með hverjum deginum ljósara, að krafa Íslendinga varðandi umbyltingu á íslenskri stjórnskipun og stjórnsýslu er afdráttarlaus og hávær. Þrátt fyrir að vinstri flokkarnir hafi gælt við þessar hugmyndir í aðdraganda kosninga, hefur minna farið fyrir þeim siðapostulum á liðnu 1 1/2 ári, eða allt frá því að þeir settust í þægilega og vel […]

Laugardagur 24.04 2010 - 10:21

Forustuleysi – Lýðskrum – Hræðsla

Þegar ég lít yfir vettvang stjórnmálanna í dag og hugsa með sér hvað einkennir þau hvað mest, þá detta mér orðin forustuleysi, lýðskrum, hræðsla við framtíðina og skortur á framtíðarsýn einna helst í hug. Forustuleysið í íslenskum stjórnmálum er svo algjört, að maður er einhvernvegin hálf hissa á því að á meðal þeirra rúmlega 300.000 […]

Fimmtudagur 22.04 2010 - 11:27

99,95% af dönsku krónunni

Allt frá árinu 1871 höfum við verið með íslenska krónu, sem í byrjun var þó í raun bara dönsk króna með íslenskri áletrun. Frá öndverðu vorum við hluti af peningakerfi Danmerkur og allt frá árinu 1873 reyndar hluti af samnorrænu myntbandalagi, sem leið undir lok við upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri árið 1914. Fáir virðast átta sig […]

Miðvikudagur 21.04 2010 - 07:17

Konungsríkið Ísland

Það fór alltaf óskaplega í taugarnar á mér þegar andstæðingar Sjálfstæðisflokksins töluðu um Dabba kóng og einræðislega tilburði hans. Kannski var þetta af þvi að ég upplifði þetta ekki sem einræði, heldur fyldi ég foringjanum stoltur í blindni, hvert sem hann leiddi mig. Í gærkvöldi lukust augu mín upp og ég áttaði mig á því […]

Þriðjudagur 20.04 2010 - 07:18

Skjaldborg hinna óskynsömu

Árni Páll Árnason tók sterkt til orða í gær í síðdegisútvarpi Bylgjunnar, þegar hann sagði að ríkisstjórnin væri ekki að slá skjaldborg utan um „karlpunga“ á miðjum aldri á borð við hann sjálfan. Í anda jafnréttis gildir þá líklega það sama um „kvenpjásur“ á sama aldri. Félagsmálaráðherra sagði skjaldborgina ekki fyrir fólkið, sem af einhverjum […]

Mánudagur 19.04 2010 - 07:12

Orrustan um Ísland stendur yfir

Það má furðu sæta hversu litla athygli höfuðsökudólgarnir, stjórnendur og eigendur bankanna og meðreiðarsveinar þeirra, hafa fengið í þessu svokalla bankahruni. Þetta gerist þrátt fyrir, að erlendir bankasérfræðingar, á borð við Kaarlo Jänneri og Mats Josepsson, hafi strax frá byrjun bent á að aðalábyrgðin hafi verið nákvæmlega þessara manna. Nei, þess í stað einblíndu menn […]

Sunnudagur 18.04 2010 - 10:52

Barist á miðju stjórnmálanna

Tveir stórmerkir fundir áttu sér stað í gær, sem ábyggilega marka stefnuna fyrir tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins, Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokksinn, til næstu ára. Stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins frá því í gær er tímamótaplagg og eitthvað, sem þurft hefði að samþykkja í kjölfar landsfundar vorið 2009. Í raun var endurreisnarskýrslan „fáumtalaða“ hugsuð sem upptaktur að uppgjöri fyrir flokkinn, […]

Föstudagur 16.04 2010 - 08:01

Sjálfstæðisflokkurinn – flokksráðsfundur

Á morgun verður flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins haldinn hér í Reykjanesbæ. Ólíklegt er annað en að á þessum fundi verði skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis til umræðu. Af nógu er að taka fyrir okkur sjálfstæðismenn, þegar kemur að því að ræða þá skýrslu. Persónulega hafna ég því að stefna flokksins hafi í grundvallaratriðum verið röng, þegar kemur að innleiðingu […]

Höfundur