Færslur fyrir janúar, 2011

Föstudagur 14.01 2011 - 08:39

Trúverðugleiki – traust – orðspor

Mér blöskra yfirlýsingar margra íslenskra stjórnmálamanna lengst til hægri og vinstri. Ef það er eitthvað, sem hefur verið gengisfellt meira en íslenska krónan er það trúverðugleiki okkar Íslendinga erlendis og traust almennings til stjórnmálamanna. Það orðspor sem fer af íslenskum stjórnmálamönnum hér á Íslandi og erlendis er því miður ekki beisið. Því má segja að […]

Mánudagur 10.01 2011 - 08:05

XD – hláturinn lengir lífið…

Alveg frá því að fréttin um stofnun nýs flokks vakti nokkra athygli um jólin, höfum við sem stöndum að þessa nýja framboði beðið eftir viðbrögðum sjálfstæðismanna. Í gær komu síðan viðbrögð í Silfri Egils, en úr óvæntri átt. Ólafur Stephensen, sjálfstæðismaður og ritstjóri Fréttablaðsins, notaði hina alræmdu smjörklípuaðferð til að gera lítið úr tilburðum okkar […]

Sunnudagur 09.01 2011 - 00:20

ESB – hvað vitum við?

Allt frá hausti árið 2008 hef ég haldið því fram, að við Íslendingar vissum í raun lítið um hversu langt viðræðurnar við ESB væru komnar. Allir vita að Halldór Ásgrímsson var síðustu ár sín í embætti utanríkisráðherra orðinn gallharður Evrópusinni og hagvanur í Brussel. Án efa hefur Halldór talað máli okkar í Brussel og embættismenn […]

Þriðjudagur 04.01 2011 - 08:38

Kosningar nauðsynlegar

Augljóst er að ríkisstjórnarsamstarfið er að þrotum komið, þótt Steingrímur og Jóhanna virðist sammála um að halda áfram að basla. Flestir viðurkenna að líklega er enginn sterkari leiðtogi á Alþingi í dag en Steingrímur J. Sigfússon og með sömu rökum má jafnvel segja að hann sé að sumu leyti ágætis fjármálaráðherra, þótt Icesave málið varpi […]

Laugardagur 01.01 2011 - 14:41

Fagnaðarerindi nýs árs

Líkt og alltaf horfði ég á forystufólk stjórnmálanna takast á í Kryddsíld Stöðvar 2 í gær. Því miður hafði ég einhvernvegin ekki jafn gaman af þessu karpi og á liðnum árum. Ástæðan var að allt var mjög fyrirsjáanlegt, hvort sem það átti við enn eina alhæfingu ríkisstjórnarinnar að værum búin að ná botninum eða yfirlýsingar […]

Höfundur