Færslur fyrir mars, 2011

Fimmtudagur 31.03 2011 - 07:23

VR – klíkur hvert sem litið er …

Einhvernvegin hef ég tilfinningunni að okkur Íslendingum líki bara ágætlega það klíkuþjóðfélag, sem við búum í. Við nýtum ekki einu sinni þau litlu áhrif sem við þó getum haft með því að taka þátt í kosningum innan stéttarfélaga eða lífeyrissjóða, þar sem það er hægt. Þátttaka í könnunum á vegum stéttarfélaga um aðbúnað og andrúmsloft […]

Sunnudagur 27.03 2011 - 09:55

Feitur, latur, heimskur og heilsulaus …

Tvískinningurinn í íslensku þjóðfélagi er ótrúlegur þegar kemur að eineltisumræðunni og umræðunni um „kjörþyngd“ og „offitu“. Við rekum opinberar stofnanir, sem virðast hafa það eitt að leiðarljósi að hamast í börnum og fullorðnum hvað offitumálin varðar svo jaðrar við heilsupólitískan rétttrúnað. Menn tala um faraldur, sem þarf að berjast gegn o.s.frv. Þessi barátta er síðan […]

Föstudagur 25.03 2011 - 04:37

Óspillt en vanhæf

Þetta er í fyrsta skipti á ævinni, sem ég gríp til varna fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og ég á ekki von á að það gerist aftur. Mér finnst ómaklega að henni vegið varðandi nýlegan úrskurð kærunefndar jafnréttismála. Ástæðan er einfaldlega að mér sýnist að eins faglega hafi verið staðið að málum og hægt var, þótt […]

Þriðjudagur 22.03 2011 - 08:12

Kosningar – tilhlökkun

Ég fyllist tilhlökkun nú þegar kosningar virðast vera að færast nær. Það er bjart yfir hlutunum hjá nýja flokknum, sem er kominn 7-8 mánuði á leið og afkvæmið ekki langt undan. Ég veit að margir bíða spenntir eftir nýjum valkosti í stjórnmálum. Óspilltum stjórnmálaflokki sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni og ætlar sér að gera […]

Sunnudagur 20.03 2011 - 10:05

Jóhanna, stjórna köttunum

Jóhanna Sigurðardóttir hefur nú rúmlega tveggja ára reynslu í að smala köttum, þótt fólk deili um hversu snjöll hún er við þá iðju. Ljóst er að lausnin á öllum okkar vandræðum er aukning á hagvexti og því ætti markmið ríkisstjórnarinnar nú að vera aðeins eitt og það er að komum hjólunum aftur af stað. Það […]

Föstudagur 18.03 2011 - 20:22

Opinbert einelti

Nú hefur samlíf ASÍ og SA náð hámarki með fullkomnu einelti í garð opinberra starfsmanna. Áratugum saman hefur opinberum starfsmönnum verið talin trú um að launin skipti ekki öllu máli, heldur eigi starfsfólk hins opinbera að horfa til öruggra eftirlauna. Kjarasamning eftir kjarasamning og áratug eftir áratug hefur sömu sömu gömlu, skorpnu gulrótinni verið beitt […]

Fimmtudagur 17.03 2011 - 02:58

Stjórnlaust rekald

Ísland hefur verið stjórnlaust rekald um nokkurra ára skeið eða allt frá því að Davíð Oddsson missti heilsuna á árunum 2003-2004. Geir Hilmar Haarde var ekki sá leiðtogi sem landið þurfti á að halda til að koma í veg fyrir þá krísu sem var í uppsiglingu við endalok valdatíma Davíðs. Jóhanna Sigurðardóttir er engan veginn […]

Miðvikudagur 16.03 2011 - 07:33

Ofurlaun réttlætt

Ég verð að segja að ég skil ofurlaun bankastjóra og framkvæmdastjóra tryggingarfélaga mjög vel. Þessar stofnanir eru að skila methagnaði í efnahagsástandi, þar sem þessi félög ættu með réttu að vera í erfiðleikum líkt og önnur fyrirtæki í landinu. Ástæðuna má annars vegar rekja til ótrúlegra hæfileika stjórnenda þessara fyrirtækja til að rýja almenning inn […]

Þriðjudagur 15.03 2011 - 07:49

Gjörspillt þjóðfélag

Þegar ég horfði á sjónvarpsfréttir í gærkvöldi krossbrá mér, þrátt fyrir að vera búinn að byggja upp allmiklar varnir á liðnum árum. Í einum fréttatíma var fjallað um þrjú stór spillingarmál: BYKO/Húsasmiðjuna, VISA/Mastercard og síðan innherjaviðskipti Baldurs Guðlaugssonar. Ég hef áður óskapast yfir allri þessari spillingu, en í gær þyrmdi algjörlega yfir mig og mér […]

Föstudagur 11.03 2011 - 08:02

Kjötskömmtun & A-orðið

Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni og við stofnun hins nýja stjórnmálaflokks að undanförnu og því hefur lítill tími gefist til skrifa. Maður reynir þó að fylgjast jafn vel með fréttum og mögulegt er. Fyrst af öllu var gaman að sjá að Evrópusambandinu hafi með úthlutun sinni á einhliða tollkvóta til […]

Höfundur