Færslur fyrir maí, 2011

Mánudagur 30.05 2011 - 08:53

Samfylkingin – nei takk!

Mikið er heimur Jóhönnu Sigurðardóttur og margra liðsmanna Samfylkingarinnar einfaldur. Að þeirra mati snúast stjórnmál eingöngu um ESB og ef þetta ágæta fólk heldur að það sé hægt að taka gamlan hægri mann á borð við mig sjálfan og breyta honum í sósíalista einungis af því að maður aðhyllist ESB-viðræður, þá skjátlast þeim hrapalega. Nei, […]

Fimmtudagur 26.05 2011 - 08:17

Sjálfstæðir Evrópumenn – óraunhæfar kröfur

Um nokkurra ára skeið reyndi ég líkt og liðsmenn Sjálfstæðra Evrópumanna að höfða til þess að skoðanir minnihlutans yrðu virtar innan Sjálfstæðisflokksins en ekki alltaf fótum troðnar. Það gekk illa og endaði þannig að sá minnihluti sem fylgjandi var ESB-umsókniknni var svikinn á síðasta Landsfundi, þegar málamiðlun hafði verið fundin á sáttafundi. Málamiðlanir og sáttaumleitanir […]

Miðvikudagur 25.05 2011 - 08:05

Leiðin út úr harðindunum

Ég veit ekki hvort til er fræðigrein sem heitir þjóðarsálfræði, en ef hún er ekki til þá þyrfti að finna hana upp. Eflaust mætti beita aðferðum vinnustaðasálfræði við að sálgreina íslensku þjóðina um þessar mundir og er ég í engum vafa um að fyrst eftir hrunið þjáðumst við af einhverskonar „póst trámatísku“ stressi og má […]

Sunnudagur 15.05 2011 - 11:24

Stjórnlagaráð – gagnrýni

Ég var rétt í þessu að skoða tillögur Stjórnlagaráðs um eflingu löggjafarvalds gagnvart framkvæmdarvaldi og líst um margt ágætlega á þær. Ég ætla mér þó að gera eftirfarandi athugasemdir við tillögurnar. Í tillögunum er lagt til að forseti Alþingis víki frá almennum þingstörfum og hafi ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Þetta er eflaust gert til að […]

Föstudagur 13.05 2011 - 07:54

Schengen – frjálst flæði ekki trúarbrögð

Schengen samningurinn var undirritaður árið 1995 og við Íslendingar gengum til þessa samstarfs árið 2001. Hér var um athyglisverða tilraun að ræða er varðaði frjálst flæði fólk eða réttara sagt afnám landamæra- og persónueftirlits á meginlandi Evrópu. Á endanum höfðu 28 ríki ákveðið að taka þátt, en Bretar og Írar voru ekki með í þessu […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 08:18

ESB gengur í Ísland

Jæja, það verður ekki þá ekki erfitt að semja um fiskveiðikaflann, þar sem ESB hefur nú á nokkrum mánuðum sæst á að fara „íslensku leiðina“ í fiskveiðum. Í febrúar færði ESB með nýrri reglugerð úthlutun fiskveiðiheimilda á staðbundnum fiskistofnum til aðildarríkjanna, sem er í samræmi við nálægðarregluna og þá þróun sambandsins að ákvarðanir skuli teknar […]

Sunnudagur 08.05 2011 - 09:32

Kosningabaráttan 2013 hafin

Þegar litið er til yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar, sem birtist í Fréttablaðinu í dag, er ljóst að verið er að undirbúa kosningabaráttu ársins 2013. Og ekki nóg með það, heldur er verið að undirbúa áframhaldandi samstarf flokkanna fyrir næsta kjörtímabil (2013-2017). Sumt í yfirlýsingunni er virkilega uppbyggilegt og af hinu góðu og fagna ég því innilega. Ég […]

Laugardagur 07.05 2011 - 11:35

Bin Laden og ísbirnirnir

Umræðan er stundum alveg á hvolfi í þessu landi og reyndar víðar í heiminum. Ég gladdist reyndar ekkert sérstaklega þegar ég heyrði að Bin Laden hafði verið veginn í Pakistan og mér fannst leiðinlegt að drepa þurfti ísbjörninn á Vestfjörðum. Mér var hins vegar létt – líkt og Angelu Märkel – að Bin Laden væri […]

Föstudagur 06.05 2011 - 07:11

Atvinnuleiðin og ríkisstjórnin

Hef ég ímyndað mér að VG og hluti Samfylkingarinnar hafi á allan hátt reynt að koma í veg fyrir virkjanir og erlendar fjárfestingar í orkufrekum iðnaði á undanförnum árum? Hefur orðið stefnubreyting hjá VG í þessum efnum og má búast við að sú massíva andstaða, sem verið hefur að finna innan þessa flokks gegn nokkurskonar […]

Fimmtudagur 05.05 2011 - 08:15

RÚV – Sá er vinur, er til vamms segir!

Eftir að komið er á hreint að skapandi greinar skila til þjóðarbússins um 190 milljörðum árlega og hlutfallið af útflutningstekjum er um 3%, hlýtur það að vera því fólki er starfar í þessum greinum líkt og að fá blauta tusku framan í andlitið, að ekki var sjónvarpað beint frá opnun Hörpu í gærkvöldi. Hvílík vanvirðing […]

Höfundur