Fimmtudagur 12.05.2011 - 08:18 - 8 ummæli

ESB gengur í Ísland

Jæja, það verður ekki þá ekki erfitt að semja um fiskveiðikaflann, þar sem ESB hefur nú á nokkrum mánuðum sæst á að fara „íslensku leiðina“ í fiskveiðum. Í febrúar færði ESB með nýrri reglugerð úthlutun fiskveiðiheimilda á staðbundnum fiskistofnum til aðildarríkjanna, sem er í samræmi við nálægðarregluna og þá þróun sambandsins að ákvarðanir skuli teknar í ákveðnum málum ef það á við, þar sem þekkingin og kunnáttan á málum er mest, en ekki miðstýrt frá Brussel. Núna tekur sambandið upp kvótakerfið með 15 ára úthlutunartíma í takt við nýtt frumvarp til breytinga fiskveiðistjórnunarkerfinu. Tilviljun? Varla!

Það verður spennandi að fylgjast með næsta útspili Evrópusambandsins og þá varðandi annað umdeilt mál, landbúnaðarmálin. Það kæmi mér svo sannarlega ekki á óvart að enn betri lausn myndi finnast þar, því við Íslendingar flytjum inn stóran hluta landbúnaðarafurða (matvæla) nú þegar, t.d. korn, dýrafóður, olíur, ávexti auk ótrúlega mikils magns af unnum landbúnaðarafurðum, allt frá pesto og spaghetti sósum yfir í frosið grænmeti og marmelaði. Ég yrði ekki hissa þótt sambandið myndi bjóða Íslendingum að halda að mestu í óbreytt kerfi, en hins vegar yrði að sjálfsögðu gert skilyrði um óheftan og tollalausan innflutning frá Evrópusambandinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (8)

  • Mr. Crane

    Takmarkaður úthlutunartími verður aldrei samþykktur af ríkjunum þar sem um varanleg réttindi er að ræða núna og ríkin verja hagsmuni sinna fyrirtækja ólíkt því sem gerist hér á Íslandi. Það sem mun breytast er að beint framsal verður heimilað á einhverjum tímapunkti, en það er langur vegur í það. Núna er óbeint framsal heimilt með sölu fyrirtækja eða umsóknum um færslu réttinda á milli fyrirtækja. Það sem þarf að hjóla í í ESB er brottkastið.

    Varðandi samanburðinn milli nýrra hugmynda í ESB og nýrra hugmynda á Íslandi þá skiptir miklu meira máli að framsal á að leyfa í ESB en það er verið að banna það á Íslandi. Það skiptir miklu meira máli en nýtingartíminn.

    Ef Ísland gengur í ESB þá væri aðlögun sjávarútvegsins fólgin í því, m.v. hugmyndir stjórnarflokkana og hugmyndir ESB, að afnema viðbótarskattheimtu sem er á sjávarútvegsfyrirtækjum, tryggja eignarréttindi útgerða á nýtingarrétt, heimila eignarhald erlendra útgerða á nýtingarrétt og heimila framsal aflaheimilda.

    Hugmyndir ESB eru skynsamlegar, þær hugmyndir sem uppi eru hér á landi geta eiginlega ekki talist neitt annað en efnahagsleg hryðjuverk gagnvart fólkinu í landinu.

  • Þetta eru merkileg tíðindi.

    Nú vantar okkur nýtilega fjölmiðla til að útskýra þýðingu þessa, möguleg áhrif á viðræðurnar, samningsstöðu Íslendinga osfrv.

    Íslenskir fjölmiðlar ráða ekki við svo stór mál, það hefur komið í ljós aftur og aftur.

    Þess vegna mun nú upphefjast mikið karp um hvað þessi ákvörðun ESB raunverulega þýði.

    Ónýtir fjölmiðlar eru einn stærsti vandi þjóðarinnar. Þeir hafa ekki bolmagn til að sinna hlutverki sínu.

    Ég held að þessi ákvörðun ESB muni litlu breyta.

    Öfgamennirnir sem ráða Íslandi eru ákveðnir í að ganga á milli bols og höfuðs á andstæðingum sínum og þeim þjóðfélagshópum sem þeir hatast við.

    Valdatöku öfgamanna á Íslandi má einkum „þakka“ Sjálfstæðisflokknum.

  • Leifur Björnsson

    Góður Pistill.

  • Steinarr Kr.

    Mikið hlítur að vera ömurlegt að vera Samfylkingarmaður í dag. Áhugi á ESB lítil sem enginn og ESB að fara elta Íslendinga í sjávarútvegsmálum, sem var hitt málið sem SF ætlaði að nota.

  • Kristinn B. Magg.

    Þetta er vissulega skref í rétta átt hjá ESB.

    ESB er að gera öfugt við það sem öfga-mennirnir í núverandi ríkisstjórn ætla að gera.
    Hér ætlar Jóhanna og co. að notu sömu aðferð Mugabes og Hugo Chavez, að gera fiskveiðiaulindinua upptæka svo að ríkið fái sjálft yfirráð yfir henni. Fólkið í landinu á ekki að fá neitt.

    En aðalmálið er eftir sem áður, fiskveiðistjórnunin verður áfram í Brussel. Það mun meirihluti Íslendinga aldrei sætta sig við.

    Við viljum sjálf stjórn okkar auðlindum, þar með talið fiskimiðunum.

  • En ef lygagoðsögnin um að ekkert brottkast sé stundað á Íslandsmiðum verður afhjúpuð sem hvert annað rugl?

  • Sæmundur

    Karl, Rétt hjá þér það vantar einhvern fjölmiðil með fólk sem skilur a.m.k. sjálft það sem það er að lesa/skrifa. Dálítið gaman að heyra alla flytja aftur og aftur fréttina eða frásögnina af því að Jón Bjarna telji að þorskvótar geti aukist ef frumvarp um fiskveiðar verði að lögum. (Hvernig ætli það samhengi sé fundi ?)… – engum virðist detta í hug að kanna hvað karlinn á við eða hvort þetta sé yfir höfuð rétt eftir honum haft….bara bulla áfram.

  • Samfylking er búin að undirbúa jarðveginn. Tekur frá 20-30% af kvótanum til heimabrúks. talar um einhverja „potta“ sem eigi að úthluta út á land, í strandveiðar o.s.frv., en allir vita auðvitað að þetta er ekkert nema skiptimynt í aðildarviðræðum við ESB nú þegar báðir aðilar geta farið að skipta fiskveiðikvótum á milli sín eins og venjulegt fólk spilar póker.

    Svo verða menn bara að gera það upp við sig hvort menn vilji að þjóðir innan ESB sem hafa ekki getað haldið utan um fiskveiðistjórnunina síðan ESB var stofnað inn í íslenska landhelgi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fimm? Svar:

Höfundur