Færslur fyrir október, 2011

Föstudagur 28.10 2011 - 19:56

Sæluríki krónunnar

Jæja, þetta er nú allt mjög vel undirbúið hjá Heimssýn, VG og Steingrími J. Sigfússyni. Fyrst heldur hann áróðursfund í Hörpu með fyrrverandi erkióvini sínum og allra vinstri flokka í heiminum – Alþjóða gjaldeyrissjóðnum – og það að hluta á kostnað skattgreiðenda, til að lýsa yfir hversu „vel“ hefur tekist til með „uppbyggingu“ Íslands eftir […]

Fimmtudagur 27.10 2011 - 07:00

Virkjanir, jeppar, flatskjáir og hrunið

Það er með ólíkindum hvað fólk kemst upp með að koma fram með órökstuddar fullyrðingar hér á landi. Ég minnist þess t.d. þegar Geir Hilmar Haarde hélt ræðu sína á 17. júní árið 2008 og kenndi landsmönnum öllum um ástand efnahagsmála af því menn hefðu farið fram úr sér við kaup á jeppabifreiðum og flatskjáum. […]

Þriðjudagur 25.10 2011 - 08:37

Almenningur um heim allan

Ég fylgist grannt með þýska sjónvarpinu núna og þá aðallega umræðuþáttum. Þarna er eitthvað að gerjast upp úr Wall Street mótmælunum, en þau hafa auðvitað breiðst út í Þýskalandi og njóta þar mikils velvilja venjulegs fólks. Þetta er kannski að undra, því almenningur í Þýskalandi hefur mikla reynslu í því að borga reikninginn fyrir allskyns […]

Laugardagur 22.10 2011 - 19:16

50% afskriftir skulda veruleiki?

Án þess að vilja gera lítið úr fréttastofum RÚV og Stöðvar 2, sem einbeittu sér að sjálfkjöri í formanns- og varaformannsembætti Samfylkingarinnar, auk áverka á hryssum um land allt, held ég að fréttir dagsins séu allt aðrar. Eftir sjónvarpsfréttum í Þýskalandi að dæma, virðast 50% afskriftir á skuldum Grikkja blasa við. Hér er um stórfrétt […]

Föstudagur 14.10 2011 - 21:44

Kapítalismi ≠ rip-off

Ég ætla ekki að gefast upp á að predika mikilvægi þess að hér verði horfið frá klíkuhagkerfi yfir í eitthvað sem við getum kallað alvöru blandað-markaðshagkerfi, þar sem samkeppni ríkir og þar sem yfirvöld hafa eftirlit með markaðnum og fjármálakerfinu. Margir virðast halda að lausnin sé fólgin í því að hverfa til sósíalískrar eða hálfsósíalískrar […]

Miðvikudagur 12.10 2011 - 06:48

Bjargvættirnir: Bjarni Ben og Sigmundur Davíð

Það er vissulega einkennilegt hvernig sumar fjölskyldur sjá það sem heilaga skyldu sína kynslóð eftir kynslóð að „bjarga“ íslensku þjóðinni án þess að skeyta hið minnsta um eigin hag. Nú síðast lýsti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, því yfir að þetta snúist ekki um hag hans persónulega, heldur hag íslensku þjóðarinnar. Og ef marka má skoðanakannanir […]

Föstudagur 07.10 2011 - 06:26

Vesturlandabyltingin

Ekki varð bylting á Vesturlöndum á 20. öldinni, en það kann að breytast á 21. öldinni og þá kannski strax á næstu mánuðum, ákveði stjórnvöld ekki að hlusta á fólkið, sem krefst breytinga. Í svipinn man ég þó eftir einni misheppnaðri byltingu eða pólitískri stórkrísu sem byrjaði í Þýskalandi í nóvember árið 1918 og var […]

Höfundur