Færslur fyrir desember, 2011

Föstudagur 30.12 2011 - 11:41

Aldi, Lidl eða Penny Markt til Íslands

Í tólf ár (1986-1998) átti ég frábær viðskipti við þrjár ofangreindar matvöruverslanir – Aldi, Lidl og Penny Markt – og jafnvel má fullyrða að á fyrstu árum mínum í Þýskalandi hafi þær nær haldið í mér lífinu sökum lágs vöruverðs og að mörgu leyti hárra gæða á vöru sinni. Aldi er með 9.062 matvöruverslanir í […]

Þriðjudagur 27.12 2011 - 19:58

Hægri vinstri stjórnmál úrelt?

Sú ríkistjórn, sem tók við völdum sumarið 2009, kennir sig við vinstri velferð. Þetta var meirihlutastjórn kosin af þorra Íslendinga í löglegum kosningum. Þessi ríkisstjórn hefur nú í 2 1/2 ár framkvæmt það, sem víst kallast vinstri-velferðar stjórnmál. Þessi stjórnmál hafa aðallega einkennst af skattahækkunum, niðurskurði í ríkisfjármálum og skorti á öðrum úrræðum, t.d. hvað […]

Sunnudagur 25.12 2011 - 09:11

Jól forfeðra minna

Afi minn er fæddur árið 1900 að Sauðhúsum í Laxárdal í Dalabyggð. Afi átti mörg systkini og sökum fátæktar var hann aðeins tveggja ára gamall sendur í fóstur að Dönustöðum í Laxárdal, til þeirra Daða Halldórssonar og Viktoríu Kristjánsdóttur, sem gengu honum í föður og móður stað. Amma mín er fædd árið 1907 í Keflavíkurbæ […]

Laugardagur 03.12 2011 - 18:55

Ég elska krónuna og verðtrygginguna!

Hér að neðan má sjá raunalega sögu mína af fasteignaviðskiptum á Íslandi frá árinu 2004, en fyrri sorgarleikur minn er reyndar eldri eða frá þeim tíma þegar Ögmundur Jónasson var formaður Sigtúnshópsins á árunum 1983-85. Ég var síðan svo skynsamur að flytja til Þýskalands, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er fyrsta boðorðið. Því miður var ég […]

Föstudagur 02.12 2011 - 07:30

X-D & XB – hreinn meirihluti í höfn?

Ég er ekki með hótanir í garð landsmanna og þessi kostur hugnast mér jafn illa og flestum öðrum, en samt sem áður er þetta hrein og klár staðreynd ef ekkert breytist. Mér sýnist í fljótu bragði að við séum að horfa á sömu tvo kostina í næstu kosningum og í þeim síðustu, nema að kraftaverk […]

Höfundur