Færslur fyrir janúar, 2013

Mánudagur 28.01 2013 - 10:23

VG: hollustukaka & Castro

Katrín Jakobsdóttir og VG hafa skilað af sér því sem þeir kalla minni en næringaríkri köku. Baksturinn fór satt best að segja ágætlega af stað með ESB umsókninni. Að auki var tekið myndarlega á rekstrarhalla ríkisins árið 2010, þrátt fyrir að skynsamlegra hefði verið að taka þau fastari tökum strax á árinu 2009. Síðari hluta árs […]

Fimmtudagur 24.01 2013 - 20:01

Klám og repjuolía í fréttum

Þeir eru ótrúlegir fréttatímarnir og Kastljósið þessa dagana. Annars vegar erum við með íhaldið og maddömu Framsókn, sem berjast gegn öllum mögulegum breytingum á þjóðfélaginu, hvort sem við tölum um stjórnarskrá, fiskveiðilöggjöf eða annað það sem snýr að umbótum og réttlæti í samfélaginu. Hins vegar erum við með verk „vinstri velferðarstjórnarinnar“, sem eru aðallega að […]

Laugardagur 19.01 2013 - 03:31

ESB aðildarviðræður kláraðar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær er gífurlega mikilvæg fyrir okkur, sem viljum klára þessar aðildarviðræður með stæl. Hinn þögli meirihluti þjóðarinnar lætur auðsjáanlega ekki lengur stjórnast af sérhagsmunum útgerðarmanna og bænda, heldur hefur ákveðið að taka sjálfur upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég held að Heimssýnarfólk hafi fagnað sigri sínum of snemma. Íslenskir kjósendur láta ekki teyma […]

Miðvikudagur 16.01 2013 - 23:25

Davíð Oddsson á orðið …

Ég er að þessu sinni sammála Davíð Oddssyni í þætti á sjónvarpsstöðinn ÍNN, þar sem hann ræddi við vin sinn Björn Bjarnason: „þjóðin þarf fyrst og fremst stöðugleika og tiltrú“. Það verða allir að viðurkenna að Davíð Oddsson lyfti hér grettistaki og tryggði hér vissulega „stöðugleika og tiltrú“ um nokkurra ára skeið á árunum 1991-2000. […]

Þriðjudagur 15.01 2013 - 21:51

ESB – Þjóðaratkvæðagreiðsla í apríl

Ég held að best væri að slíta þingi núna og efla til alþingiskosninga sem allra fyrst. Ríkisstjórnin ræður ekki við stjórn mála og er í raun minnihlutastjórn, sem þjóðin hefur megna vanþóknun á. Þótt ég sé svo sannarlega hlynntur aðildarviðræðunum og hafi alla tíð verið andsnúinn því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að fara í ESB […]

Þriðjudagur 15.01 2013 - 18:26

Allt í gamla farið…

Mér sýnist allt vera að fara í gamla farið á Íslandi. Stjórnarskrárumbætur munu engar verða, ESB aðildarviðræðunum verður slitið og Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn taka við völdum í vor og þær litlu breytingar sem gerðar voru á fiskveiðistjórnunarlögunum verða dregnar til baka. LÍÚ og SA munu hér stjórna eins og hingað til. Þjóðin mun aftur byrja […]

Sunnudagur 13.01 2013 - 13:07

Óvinir Strætó

Stundum finnst mér eins og borgaryfirvöld og ríkisvaldið undanfarna áratugi séu andsnúin samgöngum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem um 200.000 manns búa og 260.000 manns ef við tökum til viðbótar íbúa í svona 50 km. radíus frá borginni. Að vísu eru stór orð höfð uppi af hálfu vina og óvina einkabílsins á ári hverju og síðan […]

Þriðjudagur 08.01 2013 - 13:49

Ofstækis- og öfgastjórnmál

Der Fanatismus ist die einzige ´Willensstärke´, zu der auch die Schwachen gebracht werden können… For fanaticism is the only „strength of the will“ that even the weak and insecure can be brought to attain… Friedrich Wilhelm Nietzsche, þýskur heimspekingur (1844 – 1900) Ég hef oft hugsað til þessara orða, sem ég heyrði fyrir mörgum árum […]

Miðvikudagur 02.01 2013 - 12:46

Þýska viðskipta- og velferðarundrið

Fréttir berast nær daglega af góðu gengi Þýskalands og hefur atvinnuleysi ekki verið jafn lágt í áratugi. Sumir Þjóðverjar tala um Nýja viðskiptaundrið, með tilvísun til gamla Viðskiptaundursins (þ.Wirtschaftswunder) frá 1950-1960. Það eru nokkrir hlutir sem aðallega hafa gert þennan frábæra árangur Þýskalands í efnahagsmálum mögulegan. Fyrst að nefna er evran, sem leysti af hólmi […]

Höfundur