Fimmtudagur 02.04.2015 - 12:33 - 7 ummæli

Ríkið hamlar vexti í ferðaþjónustu

Spáð er að árið 2017 verði ferðamenn komnir í 1,5 milljónir og tekjur af þeim þá komnar langt fram úr fiskveiðum og fiskvinnslu. Maður skyldi halda að stjórnvöld myndu þá leggja áherslu á uppbyggingu vegakerfisins og hluta á borð við almenningssalerni, þannig að landið geti tekið við þessum fjölda ferðamanna. Niðurskurður til framkvæmda í vegakerfinu er við þessar aðstæður ótrúleg aðgerð.

Fullyrða má að ferðaþjónustan sé sú atvinnugrein, sem kom í raun veg fyrir að verstu spár myndu rætast í kjölfar hrunins og hefur verið aflvaki hagvaxtar á liðnum árum. Ótrúlegur vöxtur hefur verið í greininni og þakka má það eingöngu kraftinum í því fólki, sem starfar í greininni. Stjórnvöld hafa hins vegar alls ekki brugðist við ástandinu og hafa frekar hamlað vexti en veitt virkilegan stuðning í formi uppbyggingar á innviðum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

 • Borgar Bui

  Í öllum löndum eru það ferðaþjónustufyrirtækin sem greiða fyrir hópa að þeim stöðum sem þeir fara með þá á.

  Af hverju eiga ferðaþjónustufyrirtækin ekki að greiða? af hverju skattgreiðendur? þessi umræða er á algerum villigötum. Þeir sem selja ferðir og nota þjónustuna á þessum stöðum eiga að greiða fyrir hana. Ekki flókið. Nóg rukka þau ferðamennina!

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Guðbjörn. Hvað varð um skattatekjur ríkissjóðs Íslands, af öllum þessum ferðamönnum, og öllum ríkisins gróðanum af ferðaþjónustunni?

  Það virðist ekki vera til skattpeningur í ríkiskassanum fyrir ódýrum göngustígum, hvað þá meir?

  Er einhver sem skilur svona betlistafs-feluleik með skattpeninga almennings og smáfyrirtækja á Íslandi? Það er engu líkara en LÍÚ-bankaklíkan rænandi og hættulega ætli að fara kvótaránsleiðina með ferðaþjónustuna líka?

  Er ekki komið nóg af skattsvikum og ránum á Íslandi?

  M.b.kv.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Ég er ekki að taka afstöðu til þess hvort taka eigi upp náttúrupassa ekki. Er meira að segja frekar hlynntur þeim möguleika.

  Ég er að gagnrýna niðurskurð í vegagerð. Ég vinn sem fararstjóri á sumrin og vegurinn yfir Kjöl er ónýtur, vegurinn upp að Landmannalaugum hálfónýtur og vegurinn að Dettifossi austan megin næstum ófær. Síðan eru ýmsir aðrir spottar mjög slæmir.

  Klósettmál um land allt eru í miklu óefni. Þar væri t.d. hægt að taka upp gjaldskyld klósett, en flestir ferðamenn myndu kippa sér upp við slíkt.

  Aðalmálið er að gripið sé til „einhverra aðgerða strax“.

 • Versta glapræði ríkisins var að setja lögbann á rukkun á okkar helstu náttúruperlus…þeir peningar voru ætlaðir til uppbygingar.

  Nú skilar ríkisstjórnin auðu í þessum málum. Nátturupassinn er djók og ef hann verður samþykktur þá gildir hannn frá 1.sept þegar sumarið er búið og ferðmenn algjörlega búnir að eyðileggja nátturuperlurnar okkar.

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Guðbjörn. Vegamálin á Íslandi eru á spillingarkönnu vertakavegagerðar ríkissins, sem virðist hafa meiri völd en kjörnir stjórnmálamenn. Það er ein af mörgum ólíðandi hliðum embættisspillingarinnar á Íslandi.

  Mig minnir að Geysis-bóndanum hafi staðið til boða einhver fjárstuðningur frá ríkissjóði á sínum tíma, en afþakkaði þá ríkisaðstoð af einhverjum óskiljanlegum ástæðum? Hvað skyldi hafa vakað fyrir honum að afþakka slíka nauðsynlega ríkishjálp?

  Ég er sammála því að það verður strax að verja þessa fjölmennu ferðamannastaði fyrir eiðileggingu, en þegar fólk afþakkar ríkissaðstoð við uppbyggingu göngustíga, og leyfir síðan fólki að traðka allt í svaðið, þá er eitthvað að ábyrgðarskilningi viðkomandi landeiganda. Ekki veit ég hvað vakir fyrir fólki sem ekki skilur nauðsyn verndunar á þessu svæði, á eðlilegan og hóflegan hátt.

  Það sem reynslan hefur kennt okkur á Íslandi er það, að ef byrjað er á gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið, af embættis/lífeyrissjóða/banka-spillingarstýrðu ríkisvaldinu, þá mun sú gjaldtaka fara stighækkandi eins og til dæmis RÚV-gjaldið.

  Það er ekki fært að nota sömu nefskattsaðferð við ferðaþjónustupassa-gjaldið umrædda. Það er ekkert leyndarmál að RÚV-gjaldið er að einhverjum hluta til að fara í annan rekstur heldur en rekstur RÚV. Landsspítalinn hefur verið nefndur í því tilfelli. Það er ekkert vit í að samþykkja enn eina svikagjaldtöku-nefskatts-flakkæðina út úr samþykktum fjárlögum hverju sinni. Það er algjört rugl og blekkingastjórnsýsla.

  Það er svo margt í okkar spillta embættiskúgandi samfélagi, sem er siðspillt og stjórnlaust, vegna óhæfra dómsstóla Íslands. Í dag er Ísland í raun ekki réttarríki almennings, heldur óréttar-spillingarríki, þar sem banaka/stjórnsýslurænandi valdamafía hefur töglin og hagldirnar.

  M.b.kv.

 • Borgar Bui

  Útlendingar (þeir sem ferðast hingað á erlendum vegabréfum) eiga auðvitað að borga þetta. Ekkert vesen og eina sanngjarna leiðin.

 • Anna Sigríður Guðmundsdóttir

  Borgar Bui. Já það er eina réttlætanlega og sanngjarna leiðin að skatturinn af ferðaþjónustunni borgi fyrir aukaálag og stígabyggingu sem skapast af aukaálagi vegna ferðamanna með erlenda passa.

  Hvers vegna ekki?

  M.b.kv.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og þremur? Svar:

Höfundur