Færslur fyrir júlí, 2015

Fimmtudagur 23.07 2015 - 05:50

Öfgafull nýfrjálshyggja núverandi ríkisstjórnar

Gamlir frjálshyggjuaðdáendur eða Anarkó-kapítalistar á borð við sjálfan mig, sem drukku í sig bækur Friedmans, Hayek og Hannesar Hólmsteins fyrir um 30-40 árum, ættu að gleðjast þessa dagana, því að öllum líkum eru við á leiðina þangað sem við alltaf vildum vildum fara, en það var að íslenskt samfélag hyrfi aftur til þjóðskipulags þjóðveldisaldar (930-1262/64). […]

Mánudagur 13.07 2015 - 08:04

ESB: raunsæi, samningar og sátt alltaf lausnin

Íslendingar þekkja ekki sátta- og samninga-stjórnmál, því kúltúrinn hér byggist líkt og í Grikklandi á rifrildi, öskrum, látum og yfirboðum. Við könnumst einnig vel við „lýðskrumsleiðtoga“ og höfum haft þá hér á landi í kippum undanfarna áratugi. Þannig var Sigmundur Davíð einn evrópskra „þjóðarleiðtoga“ þeirrar skoðunar að allt gengi Grikkjum í hag ef þeir losuðu […]

Laugardagur 11.07 2015 - 21:07

Stjórnarandstaðan með 65% atkvæða

Fyrir Davíð Oddsson og fleiri af hans sauðahúsi má kannski minna á að þótt Samfylkingn sé vissulega í krísu, þá eru Píratar einir og sér með meira fylgi en báðir ríkisstjórnarflokkarnir samanlagt. Stefna Pírata og annarra flokka í stjórnarandstöðu varðandi ESB umsóknina er mjög keimlík eða að klára eigi aðildarsamninga og bera þá undir þjóðina […]

Fimmtudagur 09.07 2015 - 08:20

Tollalausa draumaríkið

Ég aðhyllist í grunninn alla fríverslun, en man bara ekki í svipinn eftir einu einasta landi, sem hefur farið þá leið að leggja einhliða af alla tolla í landi sínu að fráskildum verndartollum á landbúnaðvörur, líkt og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar. Þetta eru þó að mörgu leyti ánægjulegar fréttir fyrir landslýð. Við vitum jú fyrir víst að […]

Sunnudagur 05.07 2015 - 23:13

Gríska og íslenska fylleríið

Íslendingar lentu á agalegum skuldsetningar- og sukktúr á árunum 2004-2008. Í kjölfarið vorum við send á fjármála-Vog í meðferð hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Líkt og Grikkir vorum við alveg kolbrjáluð á meðan það var að renna af okkur og létum öllum illum látum. Í þynnkunni daginn eftir áttuðum við okkur þó á hversu alvarleg stödd við […]

Föstudagur 03.07 2015 - 08:38

Samfylkingin: daðrið við stefnumál VG

Samfylkingin er auðsjáanlega í tilvistarkreppu, en er þó alls ekki eini sósíaldemókratíski flokkurinn sem er í þessari stöðu, því um gervalla Evrópu er þetta sama vandamálið. Þetta er í sjálfu sér merkilegt, því senniega hefur aldrei verið meiri þörf á sósíaldemókratíu á liðnum 50 árum en einmitt núna, þegar auðurinn hefur safnast á jafn fáar […]

Miðvikudagur 01.07 2015 - 08:13

Grikkland – aðeins erfið lausn í boði

Við Íslendingar urðum að skera niður um 20% í ríkisútgjöldum á árunum 2009-2013. Með gífurlegu gengishruni og miklum skattahækkunum var kaupmáttur almennings skertur um 20-25%. Þetta var gert til að ná afgangi í viðskiptum við útlönd og jafnvægi í ríkisrekstri. Fórnarlömbin voru sjúklingar, eldri borgarar, öryrkjar, nemendur, skuldarar og almenningur í landinu, þegar opinber þjónusta […]

Höfundur