Færslur fyrir nóvember, 2015

Sunnudagur 29.11 2015 - 22:13

Aldursrasismi og femínismi

Ekki kaus ég Ólaf Ragnar Grímsson í síðustu kosningum, heldur Þóru Arnórsdóttur og stend enn við það að um rétta ákvörðun hjá mér hafi verið að ræða. Ekki er ég heldur að hvetja Ólaf Ragnar Grímsson til að bjóða sig fram aftur, en því verður hins vegar ekki neitað, að Ólafur hefur staðið sig með […]

Föstudagur 27.11 2015 - 07:48

RÚV var fremur ósmekklegt

Í Frakklandi hafa þeir látnu varla verið jarðaðir og enn liggja hundruð manna og kvenna á sjúkrahúsum alvarlega slösuð. Á sama tíma þótti RÚV smekklegt að sýna í Kastljósi í gær, hvernig Vesturlandabúar hafa sýnt íbúa Miðausturlanda í bíómyndum og framhaldsmyndaflokkum í sjónvarpi sem villimenn og hryðjuverkamenn. Auðvitað gera sér allir Vesturlandabúar grein fyrir því […]

Föstudagur 20.11 2015 - 08:33

Íslenskir naívistar stjórna umræðunni

Er forsætisráðherra Frakklands að fara með fleipur, þegar hann segir að hryðjuverkamenn leynist meðal flóttamannanna, að ytri landamæri Schengen séu hriplek og að Evrópa verði að bregðast við ógninni? Er forsætisráðherra Svíþjóðar að ljúga þegar hann heldur því fram að Svíar hafi verið barnalegir einfeldingar, hvað framkomu þeirra gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum varðar? Má ræða þessi […]

Fimmtudagur 19.11 2015 - 08:51

Helmut Schmidt og Baader-Meinhof hryðjuverkasamtökin

Er ekki deginum ljósara að skoða þarf óskir fagmanna í löggæslu varðandi endurnýjun vopna og annars búnaðar og í raun stóreinkennilegt að þetta mál hafi ekki fyrir löngu verið tekið upp á Alþingi. Hefur enginn alþingismaður lengur dug í sér til að standa í lappirnar og ræða öryggis- og varnarmál sinna eigin borgara? Hvað er orðið af […]

Mánudagur 16.11 2015 - 03:56

Brennuvargarnir – Biedermann und die Brandstifter

Um miðja nótt vaknaði ég við að mig var að dreyma Brennuvargana eftir Svisslendinginn Max Frisch. Ég varð fyrir miklum áhrifum þegar ég sá verkið í fyrsta skipti í Vestur-Þýskalandi, þar sem nasisminn hafði náð undirtökunum og lagt heila heimsálfu í rúst og stuttu eftir að ég kom frá Austur-Þýskalandi kommúnismans. Löngu síðar, þegar ég […]

Föstudagur 13.11 2015 - 19:12

Umhverfismál – tímar sáttar og samlyndis

Ég verð satt best að segja, að vinnubrögð á Alþingi varðandi ný umhverfislög leggjast vel í mig. Ég held að þetta sé í fyrsta sinn frá því því að góð sátt náðist um neyðarlögin í hruninu, að ég er virkilega stoltur af íslensku þingræði. Þjóðin er bara búin að fá nóg af ósætti, rifrildi og […]

Fimmtudagur 12.11 2015 - 08:52

Hræðsluþjóðfélagið: Ritskoðun, sjálfsritskoðun, Þöggun og skoðanakúgun

Þótt ofangreind hugtök séu í sjálfu sér ólík, þýða þau öll í raun það sama eða að sá sem beitir þessum aðferðum er að þagga niður í einhverjum, það er verið að vega að tjáningarfrelsi fólks eða koma í veg fyrir að sannleikurinn komi fram í dagsljósið. Eftir hrun vaknaði íslensk þjóð af vondum draumi. Í […]

Þriðjudagur 10.11 2015 - 20:43

Tjáningarfrelsið er heilagt

Tjáningafrelsið á sér langa sögu eða allt aftur til Grikkja 500-600 árum fyrir Kristburð, en Rómverjar voru einnig á síðustu dögum veldis síns uppteknir við að reyna að tryggja borgurum sínum rit- og málfrelsi, að því marki sem slíkt var hægt á þeim tíma. Í Bresku réttarskránni frá árinu 1689 var málfrelsi á Breska þinginu […]

Þriðjudagur 10.11 2015 - 08:49

SALEK stjórni útgreiðslu arðs til eigenda

Ég verð að segja að ég hef frá fyrstu stundu verið skeptískur á tilkomu þessa SALEK hóps, þar sem Samtök atvinnulífsins virðiast ætla að ná algjörri stjórn á samtökum launamanna og leggja okkur línurnar hversu miklar hækkanir við „megum“ fá. Ég skil því fullkomlega hvert Vilhjálmur Birgisson er að fara með því að höfða þetta dómsmál. Ég […]

Miðvikudagur 04.11 2015 - 20:58

Áður en ég sofna…

Margir hafa gagnrýnt mig oft og margsinnis fyrir trú mína á því að leysa megi ákveðin vandamál okkar samfélags hér á norðurhjara með inngöngu í ESB og upptöku evru. Ég kannast reyndar ekki við að hafa nokkurtíma sagt að evran leysi öll okkar vandamál, frekar en að NEI-samtökin hafa haldið því fram að krónan leysi […]

Höfundur