Færslur fyrir apríl, 2016

Laugardagur 30.04 2016 - 12:39

Mikill áhugi á einkavinavæðingu

Í Viðskiptablaðinu kom fram að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefur orðið var við mikinn áhuga á eignasafni ríkisins, sem stækkaði mjög við vel heppnað uppgjör stjórnvalda við kröfuhafa. Ég get reyndar alveg ímyndað mér hjá hvaða fólki Bjarni finnur fyrir þessum áhuga, hvaðan fyrirspurnirnar koma. Nærri lagi, er að ætla að hann hafi verið spurður mikið […]

Föstudagur 29.04 2016 - 01:36

Alþýðuflokkurinn er risinn frá dauðum

Alþýðuflokkurinn er risinn upp frá dauðum og leysir ríkisstjórnina frá nauðum Ég fékk bréf frá Árna Páli Árnasyni í dag, þar sem mér líkaði ekki aðeins vel við innihalidð, heldur gladdist ég innilega yfir ákvörðun hans um að halda áfram sem formaður. Hver einasti vel meinandi samfylkingarmaður hlýtur að sjá, að Árni Páll er þeirra frambærilegasti kandídat […]

Miðvikudagur 27.04 2016 - 18:18

Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi

Hagnaður bankanna þriggja árið 2015 var 106,8 milljarðar: 49,7 milljarðar – Arionbanki 36,5 milljarðar – Landsbankinn 20,6 milljarðar – Íslandsbanki Hagnaður íslensku útgerðarfyrirtækjanna árið 2014 var um 27 milljarðar. Styrkir til landbúnaðar næstu 10 árin eiga að verða á bilinu 22-24 milljarðar á ári. Fyrir 6,5 milljarða ári mætti gera heibrigðiskerfið okkar gjaldfrjálst.

Miðvikudagur 27.04 2016 - 07:18

„Wannabe“ fjáglæframennirnir

Þráfaldlega hafa sérfræðingar í skattaskjólum og aflandsfélögum – m.a. núverandi og fyrrverandi æðstu embættismenn skattamála í landinu – útskýrt fyrir okkur Íslendingum, að höfuðástæðan fyrir tilveru þessara fyrirbæra sé tvíþætt; annars vegar að svíkja undan skatti, hins vegar að fela eignatengsl og raunverulega eigendur fyrirtækja. Af þessu leiðir að þeir sem starfrækja eða starfræktu slík félög, hvort […]

Mánudagur 25.04 2016 - 06:00

Vinnið fíflin ykkar, deyið svo bara

Kannski er ég eitthvað óvanalega viðkvæmur þessa dagana? Nei, ég held barasta ekki. Alla tíð – þó sérstaklega frá hruni – hefur mé leiðst að láta ljúga að mér. Öll höfum við staðið agndofa yfir verðhækkunum á mat eftir hrunið. Ástæðan var að mestu 80% hrun eins sterkasta gjaldmiðils heims, hinni íslensku krónu. Þau örfáu […]

Mánudagur 18.04 2016 - 20:22

„Land kvenhatara og klikkaðra karlmanna“

Margir hafa sagt við mig að sá eini, sem geti hugsanlega þjarmað að Ólafi Ragnari Grímssyni, sé Andri Snær Magnason og má það vel vera satt. Orðljótari mann en Andra Snæ þekki ég þó varla, hef ég þó fylgst með orðræðunni um áratuga skeið. Þiggur Andri Snær listamannalaun fyrir illmælgina frá sömu Íslendingum og hann […]

Sunnudagur 17.04 2016 - 13:29

Lýðræði, heiðarleiki og gagnsæi eru ekki vinstri lýðskrum

Eru áherslur á beint lýðræði, jafnan atkvæðisrétt, gagnsæi, heiðarleika, auk baráttunnar gegn spillingu, sérhagsmunagæslu, skattsvikum og frændhygli eitthvað sérstakt baráttumál vinstri manna og þar með sjálfkrafa lýðskrum, líkt og einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins fullyrðir? Ég komst í ákveðið uppnám þegar ég sá fyrrgreind ummæli, því ég skilgreini mig sem hægri lýðræðissinna, en aðhyllist engu að síður […]

Þriðjudagur 12.04 2016 - 17:45

Draumaríki AGS, SA og Viðskiptaráðs

Nú er maður aftur farinn að kannast við tóninn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, sem lætur fóðra sig á upplýsingum frá Viðskiptaráði og Samtökum atvinnulífsins. Það segir sig auðvitað sjálft, að nokkrir milljarðar til heilbrigðismála hér á Íslandi og stytting biðlista lífsnauðsynlegra krabbameins- eða hjartaaðgerða er banvæn sprauta fyrir hagkerfið. Það liggur einnig í augum að vanfjármagnaðir háskólar […]

Miðvikudagur 06.04 2016 - 22:06

Illa ígrundað og sviðsett skítamix

Undanfarnir dagar hafa verið þannig að það eina sem maður getur hafa verið stoltur af eru Íslendingar og Ólafur Ragnar Grímsson, sem enn og aftur sýnir hvað býr í þessari einstöku og hugrökku þjóð. Það var nefnilega þjóðin sem þrengdi sultarólina í kreppunni og bætti við sig snúningi. Það var þjóðin sem kom hyskinu í […]

Þriðjudagur 05.04 2016 - 21:29

Sætasta stelpan á ballinu

Sigurður Ingi Jóhannsson er traustur, hreinskiptinn, áreiðanlegur og hefur þetta mjög svo hæga og þunglamalega en um leið framsóknarlega yfirbragð stjórnmálamanns, sem margir Íslendingar elskuðu hér í „den tid“. Þetta voru í sjálfu sér góðir stjórnmálamenn en ætíð með einkennilegan talanda, sem við Íslendingar treystum allt frá Ólafi Jóhannessyni, Steingrími Hermannssonar og til Halldórs Ásgrímssonar, […]

Höfundur