Laugardagur 11.02.2017 - 17:22 - 7 ummæli

Vegtollar: Já, en með ákveðnum skilyrðum þó.

Ég er sammála Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra, að í sjálfu sé ekkert því til fyrirstöðu að taka upp vegtolla, ef það yrði gert um land allt og gjaldtakan tæki ekki einungis til höfuðborgarsvæðisins, Suðurlands, Vesturland og Suðurnesjanna. Þannig þyrfti að skoða dýra vegaspotta, brýr og göng um land allt og sérstaklega þau mannvirki sem ekki eru aðeins dýr í byggingu heldur einnig í rekstri t.d. yfir sandana og jökulárnar. Sérstaklega stingur í augu að einungis er gjaldtaka við ein göng og það er á Suðvesturlandi: Hvalfjaðargöngin (5,8 km).

Þegar horft er til gjaldtöku þarf að skoða hvaða möguleika við höfum um land allt. Best að byrja á Suðvesturhorningu en þar stingur ráðherra upp á gjaldtöku út úr borginni. Þar sem við höfum borgað í 20 ár fyrir Hvalfjarðargöngin þarf varla að auka gjaldtöku þar eða þá Reykjanesbrautin, sem hefur næstum því verið kláruð og var hvort eð er að hálfu greidd með vegtollum fyrir áratugum síðan. Síðan komum við að Vestfjörðum en þeir með langflestu göngin miðað við höfðatölu, því íbúafjöldii þar er aðeins 6,955 manns. Við byrjum með Arnardalshamri (30 m), göngunum um Breiðadals- og Botnsheiði (9,12 km) og síðan Dýrafjarargöng (5,6 km) og að lokum Bolungarvíkurgöngum (5,5 km).

Norðlendingar voru lengi afskiptir og fengu aðeins Múlagöng (3,4 km) og hin skelfilegu Strákaöng (800 m), en úr þessu rættist og þá var aldeilis spýtt í lófana með gerð Héðinsfjarðargangna (7,1 km + 3,9 km/lengstu göng landsins) og síðan Vaðlaheiðargöng 6,7 km (sennilega dýrustu göng landsins, en eru að auki skipaskurður). Austfirðingar voru með fyrstu mönnum að fá göng enda ógjörningur að komast til Neskaupsstaðar án ganga, nema að fara með skipi og fengu þeir göng um Oddsskarð (640 m), sem sennilega eru með skelfilegustu og misheppnuðustu göngum í Evrópu. Af þessum sökum þurfti eðlilega að byggja ný göng frá Eskifirði til Norðfjarðar (7,5 km). Með tilkomu álversins á Reyðarfirði voru síðan Fáskrúðsfjarðargöng (5,9 km) byggð til að gera landið að einu vinnusvæði.

Sunnlendingar hafa engin göng, en eru hins vegar fordekraðir af fjárlaganefnd Alþingis og Vegargerðinni með stórhættulegum Suðurlandsvegi, sem veit ekki hvort hann er með 2, 3 eða 3,5 eða jafnvel á köflum 4 akreinar. Sunnlendingar elska auðsjáanlega einbreiðar og að hruni komnar brýr, handónýta og stórhættulega vegaspotta að fjölmennustu ferðamannastöðum landsins, s.s. Þingvalla, Gullfoss og Geysi eða Jökulsárlón og Eyjafjöll og Vík í Mýrdal, svo örfáir af merkustu ferðamannastöðum Suðurlands séu nefndir, þar sem langflestir ferðamenn og Íslendingar ferðast um allan ársins hring.

Þegar við horfum á landið allt sést að það er víða hægt að taka upp vegatolla og finnast mér vegagöngin fyrir vestan, norðan og austan álitlegir kostir, því varla er hægt að láta ferðamenn á Suðvesturhorni landsins borga fyrir uppbyggingu sem ALDREI HEFUR FARIÐ FRAM ÞAR, heldur hefur einungis farið fram utan 300 kílómetra radíus frá höfuðborgarsvæðinu.

Ef við tökum VEGATOLLA – þá skulu ALLIR borga þá en ekki einungis íbúar höfuðborgarsvæðiðsins, Suðurnesja og Suður- og Vesturlands.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Mjög góðir punktar frá höfundi.

    Auðvitað er stefnan sú að sumir borgi og aðrir ekki.

    „Byggðastefnan“ er ekki á útleið í þessu íhaldsama samfélagi.

    Nú niðurgreiða skattgreiðendur á suðvesturhorninu hitunarkostnað í dreifbýli og talað er í fyllstu alvöru um að niðurgreiða einnig ferðakostnað dreifbýlinga.

    En ekki er það svo að skattgreiðendur í dreifbýli niðurgreiði húsnæðiskostnað höfuðborgarbúa sem er margfaldur á við dreifbýlinga.

    Engin breyting verður gerð á því, um það er ég sannfærð.

    Kveðjur og þakkir fyrir áhugaverð skrif nú sem fyrr.

    Rósa G.G.

  • Auðvitað þurfum við að hækka tolla. Gáfulegast væri að taka upp tolla á loftið sem við öndum að okkur. Hver og einn yrði að hafa löglegan mæli og fara með hann í aflestur einu sinni í viku. Það mætti síðan hugsa sér að t.d. einkafyrirtæki eins og Borgun eða Frumherji sæju um rekstur kerfisins. Við sem þjóð verðum að hætta að hugsa bara um okkur sjálf. Tími sjálfselsku er liðinn kjósum Viðreisn og setjum X við frelsi.

  • Ekki er við því að búast að gjaldtaka sé viðhöfð við vegi í fámenninu öðruvísi er en í formi skattlagningu. Nú vill ráðherrann nota núverandi skattlagningu til að spandera í landsbyggðina en við rúin fyrir til að borga í vegi hér á Stórreykjavíkursvæðinu. Málið er að Ríkið svíkur alla samninga hvort það er um flugvöllinn eða nú hvort sem þeir eru á pappír eða ekki.

  • Þorsteinn Úlfar Björnsson

    Við höfum nú þegar svona tolla, þeir eru innifaldir í sköttum á eldsneyti. Og í bifreiðagjaldi.

  • Orri Ólafur Magnússon

    Fyrir eins fámennt þjóðfélag og það íslenska er svona víðfeðmt vegakerfi einfaldlega ekki viðráðanlegt. Auk þess eyðileggur veðurfarið hér á þessari heimskautseyju – frost og saltrok á víxl – alla nútíma vegi á met-tíma. Lausnin er auðvitað ekki sú að leggja enn fleiri og þyngri skatta á þessar fáu hræður sem hér hírast við ysta haf. Eina raunhæfa lausnin á vandanum væri einföld og liggur beint við : eyjan ætti að gerast hluti af stærri ríkjasamsteypu, til að mynda EU, og dreifa þannig kostnaðinum af viðhaldi innviða.

  • Eitt sem menn skulu hafa í huga við þetta er kostnaðurinn við að koma svona vegtollakerfi upp og rekstur þess. Ef það þarf að afla meira fjármagns til að bæta vegakerfið þá er hægt að útfæra það með mun ódýrari og almennari hætti en að setja upp dýrt kerfi til að láta tiltekin hluta landsmanna borga.

    Orri Ólafur kom inn á góðan punkt og það er það að ef við hefðum druslast til að vera inni í ESB þá hefðum við geta nýtt okkur þar styrki til að byggja upp vegakerfið á þeim tímum þegar hagkerfinu hentar í stað þess að vera vaða af stað nú í toppi hagsveiflunnar og hella þannig bensíni á eld ofhitaðs efnahags.

  • Alexander Kristofer Gustafson

    Nei, það eru þegar bensínsskattar(sem ættu reyndar að afnema), að styðja vegatolla sýnir að Guðbjörn er lengst til vinstri

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og tveimur? Svar:

Höfundur