Færslur fyrir mars, 2017

Þriðjudagur 21.03 2017 - 07:44

Hinn nýi Kolkrabbi: Hrægammasjóðirnir

Það er ekkert einkennilegt við það að erlendir hrægammasjóðir vilji alls ekki yfirgefa Ísland, því hvergi í heiminum hafa þeir fundið aðra eins gullkistu til að ræna og hér á landi. Gullkista hrægammana samanstendur af 340 þúsund viðskiptamönnum, sem taka trygg fasteginaveðlán í verðtryggri mynt með okurvöxtum í blómlegu og vaxandi efnahagslífi með 3-7% hagvöxt. […]

Sunnudagur 19.03 2017 - 10:26

Blandað markaðshagkerfi Þýskalands

Í framhaldi af athyglisverðri en kannski ekki alveg réttri yfirlýsingu Jóns Baldvins Hanníbalssonar – sem fjölmiðlar lepja að venju gagnrýnislaust upp – er rétt að benda á að blönduð markaðshagkerfi eru ekki einungis skandínavísk hugmynd, heldur einnig mið-evrópsk. Sá hagfræðingur, sem lagði fræðilega að þessu fyrirkomulagi í Þýskalandi, var Alfred August Arnold Müller-Armack og það fyrir stríð […]

Sunnudagur 05.03 2017 - 19:07

Líf Suðurnesjamanna lítils virði

Líf okkar Suðurnesjamanna er auðsjáanlega mikið minna virði í augum þingmanna allra og ráðherra en líf fólks í öllum öðrum landshlutum. Þetta sést ekki aðeins á ótal dauðaslysum á Grindavíkurveginum, heldur einnig mörgum dauðaslysum á Reykjanesbrautinni, þar sem hún hefur enn ekki verið tvöfölduð með aðskildum og mislægum gatnamótum. Mikilvægt er að fólk átti sig […]

Miðvikudagur 01.03 2017 - 12:09

Hallar á konur hvað evrópsk óperutónskáld varðar

Ég er sammála Kolbrúnu Halldórsdóttur að verulega halla á hlut kvenna varðandi styttur af frægum listamönnum sögunnar. Þannig er t.a.m. einnig um fræg óperutónskáld á 18. og 19. öldinni. Það er þó öngvum erfiðleikum háð í raun að breyta slíku í ljósi nýlegrar umræðu um valkvæðar staðreyndir (alternative facts). Velti ég því fyrir mér – að […]

Höfundur