Fimmtudagur 13.04.2017 - 12:35 - 11 ummæli

Gjaldfrjálst heilbrigiskerfi eða fleiri flóttamenn?

Kristian Jensson fjármálaráðherra og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur.

Ekkert hefur farið fyrir athyglisverðri frétt af svari fjármálaráðherra Danmerkur, Kristian Jensen (Venstre/Frjálslyndir), á þingi Dana, þegar hann á mánudaginn var 10. apríl sl. brást loksins við gamalli fyrirspurn Danska þjóðarflokksins (Danske folkeparti), hver raunverulegur kostnaður við flóttamenn og hælisleitendur væri. Það var ekki að undra að það stæði í fjármálaráðherra að svara þessari fyrirspurn, því flóttamenn og hælisleitendur kosta danska skattgreiðendur árlega hvorki meira né minna 33 milljarða danskra króna eða eða 525 milljarða íslenskra króna. Þetta er ótrúleg upphæð og því til staðfestingar, þá er rétt að benda á þetta slagar hátt í heildarútgjöld íslenska ríkisins fyrir árið 2017, sem eru áætluð um 743 milljarðar íslenskra króna.

 

Nýtt háskólasjúkrahús sem á að byggja í Køge í Danmörku.

Samkvæmt mjög áreiðanlegum upplýsingum, sem ég hef undir höndum, hafa stjórnvöld tekið saman tölur um að áætlaðan kostnað vegna flóttamanna fyrir árið 2017 og verður hann um 6 milljarðar. Þessi kostnaður á eftir að hækka mikið gangi áform núverandi ríkisstjórnar eftir um margföldun flóttamanna til landsins. Samkvæmt mjög vandaðri skýrslu Öryrkjabandalagsins, undir forystu Gunnars Alexanders Ólafssonar heilsuhagfræðings, myndi gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta fyrir alla landsmenn Íslandi kosta um 6,5 milljarða. Núverandi framlög ríkissins á fjárlögum til S- merktra lyfja og sérfræðiþjónustu í öllu landinu eru einnig um 6 milljarðar. Það sem góða fólkið í landinu verður að átta sig er að við eyðum ekki sömu peningunum tvisvar og þessi gullvæga regla gildir jafnt í dag sem endranær.

 

 

Ný hraðbraut í Þýskalandi.

Það er satt best að segja engin leið að margfalda komu þurfalinga til landsins en lækka um leið skatta, lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga eða gera heilbrigðisþjónustuna gjaldfrjálsa líkt og lofað hefur verið. Það þarf að byggja nýtt sjúkrahús, byggja upp vegakerfi fyrir landsmenn og ferðamenn og bæta í þegar kemur að fjármögnun mennta og rannsókna. Ríkið þarf að koma að byggingu 10 þúsund íbúða. Við getum ekki á sama tíma tekið við þúsundum flóttamanna og síðan einnig ætlað að hækka örorkubætur og ellilífeyrisgreiðslur. Þeir stjórnmálamenn sem segja að þetta sé hægt eru bara hreinlega að ljúga að kjósendum þessa lands. Allt þetta tal um að við séum rík þjóð get ég persónulega ekki hlustað á og tekið undir fyrr en við erum komin með viðunandi innviði um allt land og almenningur, öryrkjar og eldri borgarar geta lifað af launum sínum.

https://www.b.dk/politiko/analyser/aartiers-forfejlet-integration-summer-op-33-milliarder-kroner

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

 • Hér er talað eins og það sé bara kostnaður, en enginn samfélagslegur hagnaður, af innflytjendum. Það er auðvitað kolrangt.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Einar:

  Lestu dönsku greinina og þá sérðu hvernig þetta lítur út.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Danskir stjórnmálamenn eru farnir að velta fyrir sér hvort danska hagkerfið sé lengur sjálfbært og hvort ekki þurfi að ræða hvort ríkisvaldið hafi efni á lyfjum fyrir sjúkrahúsin, þjónustu við eldri borgara og hvort hægt sé bæta úr brýnni þörf til að bæta við lögreglumönnum.

  Lestu endilega alla dönsku greinina!

 • Orri Ólafur Magnússon

  Ég tek undir með Einari ; flóttafólk eru ekki þurfalingar – þetta verður vinnuafl og skattgreiðendur í náinni framtíð. Eitt megin vandamál ísl samfélags er strjálbýlið sem gerir það að verkum að innviðir allir verða hlutfallslega – deilt á íbúafjöldann – fáránlega dýrir. Vandinn er sá að finna verðmæta skapandi vinnu til handa þessum nýbúum – virkja vinnuaflið sem hingað sækir. Ef íslenska heilbrigðiskerfið stendur langt að baki því sem fyrirfinnst hjá frændþjóðunum á Norðurlöndum, þá liggur sökin ábyggilega ekki hjá innflytjendum.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Hvað eru Danir, Svíar og Þjóðverjar að gera svona rangt, þegar flóttamennirnir reynast vera risastór byrði á þeirra samfélögum en ekki sú innspýting, sem t.a.m. Angela Merkel og Stefan Löfven töluðu um?

  Um þetta getið þið lesið ef þið nennið að lesa dönsku greinina, en hlekkur er í hana neðst í pistli mínum.

  Ef þið eruð með lausn á þessu vandamáli nágrannaþjóða okkar, þá væruð þið auðfúsugestir þar sem sérlegir ráðgjafar.

  Auðvitað myndu leiðtogar þessara þjóða þá biðja ykkur um dæmi fyrir því hvernig er hægt að aðlaga milljónir flóttamanna.

  Hvaða dæmi hafið þið um slíkt í Evrópu?

 • Guðbjörn: Burtséð frá því hvort Svíar og Danir séu í vandræðum vegna flóttamanna (hver á að vinna öll störfin sem nánast engir innfæddir vilja vinna, alveg eins og á Íslandi?), þá er rétt að hafa í huga, vegna áhyggja þinna, að ef Ísland hefði tekið við hlutfallslega jafnmörgu fĺóttafólki og Svíar síðustu árin, þá hefði verið tekið við fimm þúsund manns á Íslandi.

  Svo ég held að áhyggjur þínar séu út í hött, jafnvel þótt fjöldi flóttamanna á Íslandi margfaldaðist.

  Og svo er hitt, að það er verið að flytja inn erlent vinnuafl í stórum stíl til Íslands. Við hefðum átt að hafa vit á því að taka á móti miklu fleira flóttafólki, sem hefði tekið því fegins hendi að fá vinnu. Vinnu á lágum launum, sem hefði þannig skilað samfélaginu miklu meiru en nánast allt hálaunafólk gerir.

 • Guðbjörn Guðbjörnsson

  Einar:

  Það er eitt að taka við fólki sem gengur í öll störf og er læst og skrifandi eða að taka við auknum fjölda flóttamanna. Pólverjarnir sem koma GETA EKKI og VILJA EKKi leggjast upp á kerfið. Ég sé ekkert að því að taka við slíku fólki, sem er að auki kristið og frá Evrópu. Það hefur sýnt sig að engin þjóð á jafn létt með að aðlagast nýjum heimkynnum og Pólverjar.

  Ég hef heldur ekkert á móti því að taka 1-2 hópummeð 40-50 manns líkt og hingað til, sem auðvelt er að „integrera“. En ef það á að flytja inn 400-500 manns á ári og uppfylla öll skilyrði sem settu eru í nýju útlendingalögunum um að fólk eigi að fá húsnæði, lifibrauð og ÓKEYPIS heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu til að vinna úr áföllum sínum o.s.frv. þá er fólginn mikill kostnaður í slíku.

  Ef flóttamenn færu í 400-500 þá erum við að tala um margföldun á kostnaði upp á marga 20-30 milljarða króna, sem þyrfti þá að skera niður fyrir annarsstaðar eða hækka skatta. Væri ekki í lagi að spyrja fólk um hvort það hefur áhuga á „massívum“ niðurskurði í heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfinu eða hækkun skatta til að fjármagna komu flóttamanna frá Miðausturlöndum og Norður-Afríku.

  Hér erum við einungis að tala um kostnaðinn, en erum ekki að taka tillit til öryggissjónarmiða, þ.e. hvort hryðjuverkamenn gætu leynst á meðal flóttamanna. Það er eitt að hafa yfirsýn með nokkur hundruð flóttamönnum eða 5-10 þúsund. Nýleg dæmi um hvernig til tekst með eftirlit með slíkum fjölda höfum við frá Þýskalandi og Svíþjóð. Lögreglan ræður varla við hlutverk sitt eins og er vegna fjárskort.

 • Sigurður

  Í hverju felst „flóttamannavandi“ Evrópu sem fjallað er um daglega í öllum fjölmiðlum og leiðtogar Evrópu eru í stöðugum krísufundum vegna.

  Endilega svarið í hverju þessi vandi felst, ef þetta eru mest allt vinnandi hendur.

  Og hvers vegna eru lönd eins og Svíþjóð, Þýskaland og fleiri farin af stað með mjög stórtækar aðgerðir að flytja þetta fólk aftur úr landi ef þetta er svona mikill happafengur fyrir hagkerfið?

  Hvað er það sem fær fólk til að halda að Ísland sé svo sérstakt, og allt öðruvísi en öll önnur lönd álfunnar að hér yrðu aldrei sömu vandamál og þar?

 • Helgi Hrafn píratahagfræðingur og Smári McCarthy píratastærðfræðingur fóru að reikna. Niðurstaðan var að stórgróði væri af hælisleitendum og flóttamönnum. Þeir komust að því að með hverjum hælisleitenda yrðu til sjálfkrafa nýjir peningar sem hefðu ekkert með peninga til reksturs samfélagsins að gera. Spurning um að Helgi og Smári fari til nágrannalanda okkar og haldi örnámskeið fyrir þessar þjóðir um hvað þau eru að gera vitlaust svo að þau fari ekki á mis við allan þennan gróða. Maður getur bara ekki ímyndað sér allan gróðann ef við myndum senda t.d. 500.000 Sómali til Vestfjarða.

 • Ásmundur

  Það þarf að fjölga íbúum á Íslandi. Við erum of lítil eining til að fúnkera nógu vel. Jafnvel nú í góðæri flytja fleiri úr landi en til landsins. Flóttamenn eru því kærkomin viðbót. Kostnaður vegna þeirra á eftir að koma margfalt tilbaka.

  Án flóttamanna og annarra innflytjenda myndu Evrópubúum fækka. Sífellt færri myndu þurfa að sjá fyrir vaxandi fjölda ellilífeyrisþega. Flóttamenn eru heilbrigð innspýting í þjóðfélög sem annars myndu staðna og að lokum hrynja.

  Vandinn í Evrópu stafar af fordómum og of mörgum nýjum flóttamönnum á of stuttum tíma. Ef Evrópuþjóðir myndu loka sínum dyrum yrði vandamálið fyrst geigvænlegt.

  Reynslan af flóttamönnum hér er góð. Það er því hægt að taka við mun fleiri. Glæpir í löndum þar sem flóttamönnum hefur fjölgað mikið undanfariin ár hafa ekki aukist.

  Það er undarlegt viðhorf að telja að kostnaður vegna flóttamanna hljóti að koma niður á heilbrigðiskerfinu. Við þurfum að taka við fleiri flóttamönnum og bæta heilbrigðiskerfið á sama tíma.

  Lausnin er td að stórhækka skatta á hátekju- og stóreignafólk, auka skattaeftirlit og taka eðlilegt gjald fyrir afnot af auðlindum okkar.

 • Í reynd er það þannig að allof fáir innflytjendur/flóttamenn vinna í Danaveldi og því er dvöl þeirra meiri byrði en ávinningur fyrir danska ríkið. Man eftir þætti á DR 1 og þar var talað um að 1/3 þeirra sem kæmu til landsins vinnur.

  Á meðan unga fólkið flytur þar sem fjölskylduvænni lífskjör eru í boði þarf íslenskt samfélag á útlendu vinnuafli að halda en hvort lausins séu flóttamenn veit ég ekki. Sjálf hvet ég unga fólkið okkar til að fara, búa og vinna í útlöndum, þar til húsnæðismarkaðurinn hefur jafnað sig. Það á ekkert ungt fólk að hengja sig í snöru útlánamarkaða hér á landi á meðan húsnæðisverðið er svo hátt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur