Fimmtudagur 28.12.2017 - 11:00 - Rita ummæli

Ójöfnuður – hver er við stjórn landsmála?

Það sem hræðir fólk yfirleitt til hægri í stjórnmálum er skattahækkana- og ríkisútþenslustefna vinstri manna og þá jafnan á kostnað millistéttarinnar, sem alltaf er skattpínd í botn hjá þessum flokkum á meðan auðvaldið blómstrar áfram.

Með þessu samsamar millistéttin og efri millistéttin sig oft öfgafullum viðhorfum hægri flokkanna, sem gerðir eru út með ærnum tilkostnaði en frábærum árangri af auðmönnum þessa lands til að berjast fyrir hagsmunum þeirra ríku og máttugu.

Þetta gerir hægri flokkunum síðan ákaflega auðvelt að höfða til stórs hluta venjulegra kjósenda með sínum öfgasinnaða frjálshyggjukapítalisma, sem nýtist síðan auðvitað aðallega fjármagnseigendum og þeirra handbendum og undirsátum.

Miðjuflokkarnir eiga að höfða til fólks með tekjur u.þ.b. á bilinu 600-1200 þúsund kr. á mánuði með stjórnmálum í þágu almennings í landinu, þ.e. betri þjónustu og lægri almennum sköttum en krefjast um leið hærra framlags frá auðvaldinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og einum? Svar:

Höfundur