Mánudagur 20.10.2014 - 21:09 - FB ummæli ()

Af hverju er flugbraut 06/24 kölluð neyðarbrautin?

Eins og öllum er kunnugt um vill Dagur borgarstjóri ekki hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Dagur borgarstjóri situr í svokallaðri “Rögnunefnd”. Rétt fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor var samþykkt deiliskipulag um breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar þess efnis að flugbraut 06/24 eða svokölluð neyðarbraut er ekki lengur á skipulagi.

Breytingar á deiliskipulagi Hlíðarenda eru fyrirhugaðar. Þar sem neyðarbrautin er ekki lengur á skipulagi mun breytingin á deiliskipulagi Hlíðarenda væntanlega renna smurð og fín í gegn hjá meirihlutanum.

En af hverju er flugbraut 06/24 kölluð neyðarbrautin? Á heimasíðu Hjartans í Vatnsmýrinni www.lending.is er útskýrt að umrædd flugbraut sem liggur frá NA til SV sé notuð þegar vindar hamla lendingu á öðrum brautum. Við ákveðin brautar- og veðurskilyrði sé eingöngu hægt að lenda flugvélum á þessari braut. Ef hún væri ekki til staðar þyrftu sjúkraflugvélar frá að hverfa í sterkum vindum en sjúkraflugvélar lenda á ca. 18 klst fresti á Reykjavíkurflugvelli allan ársins hring. Með lokun brautarinnar myndi nýtingarhlutfall flugvallarins fara niður fyrir 95% og flugvöllurinn ekki lengur uppfylla lágmarksskilyrði alþjóðlegu flugmálastofnunarinnar.

Sumir hafa spurt af hverju notum við ekki bara þyrlur í sjúkraflugið. Ýmsar ástæður eru fyrir því m.a. þær að sumir sjúklingar mega ekki ferðast með þyrlu því það er ekki jafnþrýstibúnaður í þeim og þyrlurnar eru lengur á leiðinni. Þyrlur eru flott björgunartæki á rúmsjó eða hálendi fjarri flugvöllum en þær skortir hraða, hagkvæmni, afkastagetu og jafnþrýstiklefa til að geta tekið við sjúkraflugsþjónustu hér innanlands. Svo er staðreyndin einfaldlega sú að nálægð Reykjavíkurflugvallar við Landspítala vegna sjúkraflugs og bráðaþjónustu við landsbyggðina er mikilvæg.

Flokkar: Flugvöllur

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir
er lögmaður á Fasteignamál Lögmannsstofu og sérhæfir sig í öllum lögfræðimálum tengdum fasteignum svo sem gallamálum, skipulags- og byggingarmálum, fjöleignarhúsamálum og húsaleigumálum.

https://www.fasteignamal.is/

 
RSS straumur: RSS straumur